Goðasteinn - 01.09.2011, Page 133
131
Goðasteinn 2011
rannsóknir og verkefni
Rannsóknir í fræðasetrinu geta orðið fjölbreyttar og margvíslegar. Þær munu
verða unnar í samvinnu við rannsókna- og menntastofnanir í landinu, Byggða-
safnið í Skógum og minjavörð Suðurlands og er ekki ólíklegt að rannsóknir
varðandi byggðasögu og þjóðhætti verði nokkuð ráðandi. Mikil og löng hefð
er fyrir slíkum rannsóknum, ekki síst vegna heimildasöfnunar og rannsókna
Þórðar Tómassonar um landbúnað á Íslandi á fyrri tíð svo og fleiri svið. Hefur
Þórður lýst því yfir að hann hafi hug á að ráðstafa rannsóknargögnum sínum
til fræðaseturs í Skógum. Auk þess gefur safnkostur Skógasafns möguleika á
viðamiklum rannsóknum sem snerta þjóðháttafræði og má í því sambandi einn-
ig geta bóka- og handritasafns Þórðar tómassonar sem og handrita og skjala á
héraðsskjalasafninu í Skógum
skógasafn
Þrátt fyrir ótrúlega mikil umsvif Skógasafns nú þegar, á mælikvarða ís-
lenskra safna, er ljóst að mörg verk eru þar enn óunnin og sóknarfærin fjölmörg
við miðlun á þeim menningararfi sem til staðar er.
ferðaþjónusta
Þar sem fræðastarf og fræðasetur, söfn og sýningar eru í blóma er líklegt að
ferðaþjónusta njóti góðs af slíkri starfsemi og eflist sjálf og styrkist á viðkom-
andi svæði. Fræðasetur í Skógum ásamt stöðugt öflugri starfsemi í Skógasafni
hefur því alla burði til þess að styðja kröftuglega við uppbyggingu á ferðaþjón-
ustu undir eyjafjöllum og víðar.
stoðþjónusta
Starfsemi fræðaseturs og skyldra aðila kallar á ýmis konar aðra þjónustu.
einnig þarf mikla stoðþjónustu kringum alla fræðslustarfsemi og námskeiðs-
hald, meðal annars gistingu, veitingaþjónustu, útleigu, þrif og umsjón húsnæð-
is, fólksflutninga og leiðsögn svo eitthvað sé nefnt.
Íbúðar- og vinnuaðstaða
ef hægt væri að skapa innlendum og erlendum fræðimönnum og listamönn-
um tímabundna aðstöðu til búsetu og vinnu í Skógum er enginn vafi á að það
myndi stuðla að sterkari ímynd Skóga sem mennta- og menningarseturs og
styrkja starfsemi fræðaseturs. Því er ástæða til að skoða sérstaklega hvort hægt
sé að skapa slíka aðstöðu í núverandi húsnæði í Skógum og með stuðningi aðila
eins og Menningarráðs Suðurlands, Rithöfundasambands Íslands, Reykjavíkur
Akademíunnar og Bandalags íslenskra listamanna.