Goðasteinn - 01.09.2011, Page 135
133
Goðasteinn 2011
stofnun fræðasetra Háskóla Íslands
Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem
heyrir undir Háskólaráð. Stofnunin byggist á fræða- og rannsóknasetrum Há-
skóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar. Stofnunin
er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrir-
tæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar
er enn fremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika
almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og
þjóðlíf. tekjur setranna koma frá Háskóla Íslands, ríkinu og sveitarfélögum auk
þess sem einstök verkefni eru oft fjármögnuð með rannsóknastyrkjum.
Setrin eru faglega sjálfstæðar einingar og hafa hvert sitt áherslusvið sem
tengjast sérstökum aðstæðum á hverju svæði. Þrjú megin áherslusvið eru þó
áberandi: Umhverfisrannsóknir og landnýting, rannsóknir í ferðamálum og
rannsóknir á lífríki hafsins. Allt eru þetta svið sem mikill áhugi er á um allt land
og gefa tilefni til samstarfs milli setranna og við Háskóla Íslands í Reykjavík.
Vöxtur fræðasetranna hefur verið ævintýralegur á fáum árum. Sem dæmi
má nefna Háskólasetrið á Hornafirði sem hóf starfsemi í lok árs 2001 með ein-
um starfsmanni en hýsti sjö árum seinna (2008) fjölbreytta starfsemi með sex
fastráðnum og níu lausráðnum starfsmönnum auk 16 nemenda á doktors- og
meistarastigi sem vinna rannsóknir við setrið. uppbygging setranna er studd af
stjórnvöldum og er samstarfið við sveitarfélög á hverjum stað einnig mikilvægt.
„Háskólinn lítur stoltur til rannsóknarstarfs setranna og vill taka áfram þátt í að
efla vísindastarf á landsbyggðinni“ segir Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.
Átta setur hafa nú verið stofnuð innan Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands
og hafa þau starfsemi á ellefu stöðum, og hvert um sig hefur sitt eigið sérsvið.
Þau eru:
Háskólasetrið á Hornafirði.•
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi.•
Háskólasetur Suðurnesj• a í Sandgerði.
Háskólasetrið á Snæfellsnesi.•
Rannsókna- og fræðasetur Vestfjarða, Bolungarvík.•
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, •
Skagaströnd.
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðausturlandi, •
Húsavík.
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Austurlandi.•