Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 166
164
Ása sigurðardóttir
Ása Sigurðardóttir var fædd að eyvindarhólum undir
Austur-eyjafjöllum, 7. maí 1921. foreldrar henn ar voru
hjónin þar Dýrfinna Jónsdóttir og Sigurður Jónsson.
Dýrfinna og Sigurður eignuðust 11 börn sem eru: Ragn-
hildur, Sigríður, Ása, Margrét, Sigurjón, Guðrún, Jón,
Gunnar, Guðmundur Þórarinn, Vilborg og Guðríður
Þóra. Einnig ólu þau upp dóttur Ragnhildar, Dýrfinnu.
Ása ólst upp í foreldrahúsum og hlaut þá menntun
sem gafst á þessum árum. Hún hleypti heimdraganum
og réði sig sem gangastúlku á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði og var einnig
í vist hjá Bjarna Snæbjörnssyni, yfirlækni. Síðar starfaði hún sem matráðskona
hjá Vegagerðinni, þar sem hún kynntist lífsförunauti sínum Baldvini Sigurðs-
syni, frá Steinmóðarbæ, Vestur-eyjafjöllum, en hann er fæddur 9. október 1916.
Gengu þau í hjónaband 5. júní 1948. Börn þeirra fæddust eitt af öðru og sam-
anlagt urðu þau 7 að tölu: elstur eru sonur Ásu, Aðalsteinn Guðmundsson f.
1943, og sonur Baldvins Jón ingi f. 1946, þá Sigurður, f. 1949, Ásdís, f. 1951,
Guðjón, f. 1954, ingunn f. 1957 og Steingrímur Pétur f. 1958.
Þau hjón reistu nýbýli að eyvindarhólum 2, og hófu þar hefðbundinn búskap
árið 1949, allt til ársins 1983, að þau brugðu búi, en dvöldu áfram í húsinu sem
þau höfðu sjálf byggt og nutu elliáranna.
Baldvin vann töluvert útí frá við ýmsan akstur og var því oft að heiman. Þá
sá Ása bæði um heimilið og bústörfin og lét sinn hlut hvergi eftir liggja, því
hún var alþekkt atorkukona. Og í eyvindarhólum átti hún dagsverk sitt allt.
Hún vakti yfir öllu, jafnt utan dyra sem innan og gekk til allra verka, vinnusöm,
dugleg og ósérhlífin. Mjólkaði kvölds og morgna og sinnti um heimilið, dýrin
sín stór og smá, - hafði ljósmóðurhendur og virtist geta komið öllu til lífs, þó
veikburða hefði fæðst. Og vel kunni hún öll húsmóðurstörfin, og að vinna mat
úr öllu sem til féll.
Ása veitti yl og birtu, umhyggju og móðurást. Samskiptin við afkomendurna
látnir í Rangárþingi 2010