Goðasteinn - 01.09.2011, Side 169
167
Goðasteinn 2011
syni, elstur er; erlendur f. 1981, 2) andvana fæddur drengur 1984 og Guðni f.
1986. fjölskyldan bjó á Hvolsvelli og þar ólust synir þeirra upp, þar til að þau
hjón fluttu að Skarði í Landsveit árið 2004.
Líf Ingvars var samofið starfsemi Suðurverks í meira en fjóra áratugi. Hann
þekkti starfsemina eins og lófann á sér og öll sú þekking sem hann hafði viðað
að sér gegnum árin, var fyrirtækinu mikils virði. Sem starfsmaður Suðurverks
kom hann að fjölþættri uppbyggingu virkjana víða um land og vega- og sam-
gönguframkvæmdum, síðast við uppbyggingu landeyjahafnar í Bakkafjöru.
Hann var verkhagur hið besta, lagni hans við brugðið, vélar allar og vinna
með þeim, létt og auðleyst viðfangsefni. Hann vann bæði á jarðýtu og öðr-
um vinnuvélum og á veturna við þjónustu og viðgerðir á þeim, hann stjórnaði
verklegum framkvæmdum víða og þar var réttur maður á réttum stað, rösk-
ur, vandvirkur, úrræðagóður og samviskusamur og sérstaklega farsæll og naut
trausts í starfi.
Í einkalífinu var hann lánsmaður og mikill fjölskyldumaður. Var alltaf til
staðar fyrir börnin sín, ráðlagði, studdi, veitti öryggi og skjól. Hann kunni þá
list að leiðbeina og sýna fordæmi. Hann gaf börnunum rými, en var alltaf til
staðar. Ævinlega fundvís á tilefni og gerði atburði hversdagslífsins auðugri,
alltaf þar sem hlutirnir voru að gerast. Þá jafnan mundaður myndavél og víd-
eókameru til að festa stundirnar á filmu, því það var hans áhugamál.
Þau hjónin hann og Helga Fjóla voru sérlega samhent og samstíga í öllu lífi.
Þau höfðu bæði gaman af að ferðast og skoða landið, því hann var mikið nátt-
úrubarn sem dáði hina stórbrotnu íslensku náttúru. Hann var mjög minnugur
og næstum eins og uppflettirit þegar verið var að rifja upp liðin atvik og atburði,
og mundi öll örnefni og var glöggur á staðhætti þar sem hann hafði verið, sem
var víða.
Hann var dyggur félagi og ósérhlífinn í björgunarsveitinni Dagrenningu á
Hvolsvelli, - var í sjóbjörgunardeildinni og sem slíkur kallaður að björgunar-
aðgerðum í mörgum skipströndum.
en, mitt í önn dagsins var hann allur. Kallið kom skyndilega og andlát hans
bar óvænt að. Hann fékk alvarlegt hjartaáfall og andaðist á gjörgæsludeild land-
spítalans 21. febrúar 2010. Útför hans fór fram frá Skarðskirkju 6. mars 2010.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir