Goðasteinn - 01.09.2011, Side 171
169
Goðasteinn 2011
og íbygginn. Hann var starfsamur og samviskusamur og reyndist þeim vel sem
á hann treystu. Hann gekk mikið og hafði sérdeilis gaman af alls konar veiðum,
einkum þó í ám og vötnum. Hann þekkti vel margar ár og vötn en Stóra-laxá
mun vera það vatnasvæði sem hann var hvað kunnugastur enda veiddi hann þar
til margra ára og ekki um langan veg að fara til og frá Magnúsi fóstursyni hans,
sem býr í nágrenni Stóru-láxár.
eftir fráfall Sólveigar tók einar upp á því að ferðast víða og mikið, enda
hafði hann fengið til þess góða hvatningu frá Magnúsi fóstursyni sínum. Hann
var naskur á að hafa uppi á góðum ferðafélögum sem voru til í að fara í sólar-
landaferðir, enda maðurinn prýðilegur ferðaféalgi.
Útförin fór fram frá Breiðabósstaðarkirkju 11. sept. 2010.
Sr. Önundur S. Björnsson
guðbrandur sveinsson
Guðbrandur Sveinsson Guðbrandur var fæddur
föstudaginn 28. maí 1920 í Borgarholti í Miklaholts-
hreppi sem er ekki langt frá núverndi þjóðvegi yfir
Kerlingarskarð, þar sem Snæfellsnesið er skorið af
þjóðveginum til Stykkishólms.
foreldarar hans voru hjónin Pálína Svanhvít Guð-
brandsdóttir f 1893 í Ólafsvík, d 1950, en hún lést 57
ára úr krabbameini, og Sveinn Þórðarson f 1893 Álft-
artungu í Mýrarsýslu, d. 1979. Börn þeirra Pálínu og
Sveins urðu 5. Systkini Guðbrands eru því 4 og lifa öll bróður sinn; Ágústína
f 1919 í dal í Miklaholtshreppi, Anna Sesselja, f. 6. október 1923 í Aratungu
(Arnartungu) í Staðarsveit, Þórður, f 3. janúar 1927 að fossi í Staðarsveit sem er
litlu vestar og Guðbjörg elín, f. 6. október 1932 að fossi í Staðarsveit.
fæðingarstaðir systkinanna segja okkur að þau Pálína og Sveinn bjuggu víða
fyrstu 12 ár Guðbrands. Væntanlega hefur lífsbaráttan verið hörð þar sem víðar
á Íslandi á þessum árum. Verkin mörg og erfið sem þurfti, til að sjá fyrir sér og
sínum. Guðbrandur hafði miklar taugar til æskustöðvanna alla tíð og Snæfells-
nessins og festi allt þar sér djúpt í minni. er unglingsárin runnu upp varð hann
vinnumaður við almenn bústörf á sveitabæjum í nágrenni. Við hernám landsins
árið 1940 er hann stóð á tvítugu, fór hann suður til Reykjavíkur í Bretavinnuna
eins og svo margir gerðu. Á þeim árum var nýtt Ísland að verða til og flest að
breytast. Atvikin höguðu því þannig að Guðbrandur fór að vinna á rafmagns-
verkstæðinu ljósboganum í Reykjavík og var sendur víða til vinnu.