Goðasteinn - 01.09.2011, Side 173
171
Goðasteinn 2011
eins og hógværð, auðmýkt, glaðværð, nægjusemi, samviskusemi og heiðarleika
er við hugsum til Guðbrands, jafnvel nafnið ber þessi gildi í sér. Í Gamla testa-
mentinu er víða talað um fólk sem kallað er í davíðssálmum “hinir kyrrlátu
í landinu”. „Hinir kyrrlátu í landinu“ sóttust ekki eftir miklum auðæfum eða
veraldlegum völdum né stóðu í illdeilum við náunga sinn, heldur voru karlar og
konur sem lifðu í sátt við Guð og menn. Þau gengu til verka sinna og lifðu lífi
sínu í samhljóman við lífið og tilveruna og þannig tóku þau þátt í starfi Guðs
á jörðu og færðu til betri vegar það sem aflaga fór. Þau héldu áfram iðju sinni í
gleði og sorg dagsins. Þau leiddu fram fegurrra mannlíf og þau skildu eftir sig
bættara samfélag. Í sameiningu byggðu þau upp og ræktuðu landið, og voru
hinir sönnu verkamenn í Víngarði drottins. Guðbrandur Sveinsson andaðist
hinn 15. júní 2010 á dvalarheimilinu lundi á Hellu. Þar hafði hann í miklum
veikindum notið ríkrar ummönnuar starfsfólksins sem færðar eru þakkir fyrir.
Útför Guðbrands var frá Þykkvabæjarkirkju 26. júní 2010.
Axel Á Njarðvík, héraðsprestur
guðmundur Óskar Tómasson frá Uppsölum
Guðmundur Óskar tómasson fæddist á uppsölum í
Hvolhreppi 12. sept. 1920. Hann lést á landspítalanum í
Reykjavík 18 nóv. s.l eftir fárra daga legu. foreldrar hans
voru hjónin tómas tómasson bóndi frá Arnarhóli í V.-
land. f. 1879 og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja fædd á upp-
sölum 1877. Hjónin létust bæði heima á uppsölum, Guð-
rún árið 1947 og tómas í hárri elli árið 1971. Þau eignuðust
þrjá syni, þá Jón Ólaf f. 1918, d. 2008, Guðmund Óskar
sem sem við kveðjum í dag og yngstur var elías f. 1922, d. 2002
tómas og Guðrún tóku við búsforráðum á uppsölum af foreldrum Guðrúnar
árið 1916. tvö systkina Guðrúnar, þau Steinunn og Magnús voru alla tíð heim-
ilisföst að uppsölum ásamt Magnúsi Magnússyni, fötluðum dreng sem hafði
verið sendur þangað í fóstur vegna foreldramissis. Allt þetta fólk utan móður
sína, sem lést á góðum aldri, önnuðust bræðurnir af hlýju og alúð eftir að það
missti heilsuna.
Þrátt fyrir erfiða heimilishagi, sem einkum voru fólgnir í umönnun gamla
fólksins, var lífið á Uppsölum í föstum skorðum undir umsjá þeirra bræðra,
einkum Jóns Ólafs sem að mestu sá um heimilisverkin innanhúss og gamla
fólkið. elías og Guðmundur Óskar voru meira útivið, Guðmundur í búskapnum
en elías vann að mestu utan heimilis.