Goðasteinn - 01.09.2011, Qupperneq 174
172
Goðasteinn 2011
Æskuárin á uppsölum hafa áreiðanlega verið ánægjuleg og liðið í gleði, leik
og starfi. Það var ekki langt fyrir bræðurna að fara til að sækja sér hressilegan
félagsskap ef hugur þeirra stóð til þess, því á Núpi, einkum í austurbænum, áttu
þeir góða vini og félaga þar sem börn Katrínar og Guðmundar voru, um 10 tals-
ins. Börnin á Núpi hafa verið uppsalabræðrunum sem bestu systkini frá fyrstu
tíð og eru enn. Milli þessa fólks ríkti alla tíð mikill og gagnkvæmur vinskapur
og hjálpsemi. Þar kom ekki síst til sögunnar sú mikla og duglega kona og hús-
móðir, Katrín Jónasdóttir. Kannski má segja að hún hafi verið konan á báðum
þessum bæjum eftir andlát Guðrúnar húsfreyju á uppsölum því að sögn bræðr-
anna annaðist hún flest það sem tíðkaðist að félli í hlut kvenna þessara ára.
Bræðurnir Guðmundur og elías fóru, eins og títt var um unga menn á vertíð-
ir til Vestmannaeyja á árunum 1940 til 4́5. Á þeim tíma eignuðust þeir góðar
minningar, úr ys og þys mannlífsins sem blómstraði í þessari einni mestu ver-
stöð landsins fyrr og síðar. Jón var hins vegar heima og annaðist búið og gamla
fólkið í fjarveru yngri bræðra sinna.
Bræðurnir hafa trúlegast komið sér snemma upp hagræði í allri verkaskipt-
ingu sem gagnaðist þeim vel. Búið var rekið af fyrirhyggju og ábyrgð enda
búnaðist þeim vel. Afurðir búsins voru eftirsóttar og þóttu í sérflokki, kartöflur,
kjöt og mjólk og leikni þeirra við vinnslu á kjöti, s.s. pæklun og reykingu var
viðbrugðið. Reykta kjötið frá uppsölum þótti lostæti og komu margir bændur
þangað með lærin sín og framparta til reykingar. umhirða dýranna á uppsölum
var til stakrar fyrirmyndar.
uppsalabræður voru veðurglöggir menn og spáðu mikið í veðurfar, lásu það
af skýjafari og vindáttum o.s.frv. Kannski hafa þeir spáð hver í kappi við ann-
an, eins og tipparar í fótboltagetspá, og beðið svo úrslitanna, annað hvort hinna
raunverulegu eða bara veðurfregna frá Veðurstofu.
Guðmundur Óskar Tómasson var skemmtilegur maður, vel gefinn í alla
staði, glaðsinna og glettinn og kunni að slá á létta strengi þegar það átti við.
Hann var mildur og hlýr, hægur og íhugull og velviljaður hverjum manni. Hann
var traustur vinur vina sinna og lá ekki illt orð í nokkurs garð, en hann gat verið
fastur fyrir í skoðunum án þess að sýna öðru fólki ofríki. Hann var gjörvilegur
maður á yngri árum, eins og þeir uppsalabræður allir, verkhagur, útsjónarsam-
ur og góður búhöldur. Handarband Guðmundar var sérlega hlýtt, hann tók þétt-
ingsfast í hönd og strauk svo handarbak gests með vinstri höndinni, leit um leið
í augun með vináttuglettnisglampa í sínum og örlítið bros á vör. Guðmundur
hafði gaman af að fá fólk í heimsókn og gaf sér góðan tíma til skrafs um heima
og geima.
Guðmundur undi hag sínum hvergi betur en heima á uppsölum. Þar var