Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 175
173
Goðasteinn 2011
heimur hans og heimili í dýpstu merkingu. Átthagarætur hans voru afar djúpar
og sterkar. Hér var hans reitur, bræðurnir, skepnurnar og landið. Hann var part-
ur af því öllu sjálfur.
Með kynslóð bræðranna frá Uppsölum hverfur sú kynslóð sem lifði lífinu í
sátt og samhljómi við náttúruna og naut þeirra lífsgæða sem svo margir sakna
í dag. lífsgæða sem fólgin eru í einfaldleika, nægjusemi, hógværð og hugarró
því hvað er betra en að hafa allt sem þarf, í friði frá síbylju gerfiþarfanna? Og
hvað er betra en að finna vor í lofti, hlú að skepnum, rækta jörðina, lifa enn
eitt yndislegt sumar, uppskera sem maður sáði og mæta vetrinum vel birgur og
sjálfbjarga, þó aldei einn, fjölskylda og nágrannar hjálpast að.
Fyrir rúmum 10 árum fluttu bræðurnir frá æskustöðvum sínum, Uppsölum,
á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þar bjuggu þeir sér hlýlegt heimili í
lítilli íbúð sem þeim var úthlutað. Þar leið þeim vel í sálarró sinni og áhyggju-
leysi um neyslublekkingu umheimsins. Þar hafa þeir notið umhyggju og alúðar
starfs- og hjúkrunarfólks sem hér og nú skal þakkað af hjarta og einlægni vina
og vandamanna bræðranna.
einnig vil ég fyrir hönd Breiðabólstaðarkirkju, sjálfs mín og safnaðar þakka
fyrir þær rausnalegu gjafir sem þeir, hver og einn, hafa látið rakna til kirkjunn-
ar sinnar að sér gengnum.
Útförin fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju 30. nóv. 2010.
Sr. Önundur S. Björnsson
guðrún Helgadóttir frá Helgusöndum
Guðrún Helgadóttir fæddist á Helgusöndum
V-eyjafjallahreppi 29. mars 1921. foreldrar
hennar voru hjónin Helgi Jónasson og Guðlaug
Sigurðardóttir. Guðrún var þriðja í hópi sex
systkina, eftirlifandi eru: Sigríður og Sigurður
Guðberg látin eru: elimar, Jónas og Guðbjörg.
einnig áttu þau uppeldisbróðurinn Sigurð
Sigurþórsson. Hún fluttist 1935 ásamt fjöl-
skyldu sinni að Seljalandsseli. Guðrún var
strax í æsku vinnusöm, gekk í öll störf sem til
féllu á bænum. Hún gekk í barnaskóla að Selja-
landi en 18 ára fór hún að heiman til vinnu,
sem vinnukona í vist til Vestmannaeyja. Síðar vann hún í mötuneytum við
Ljósafossvirkjun, við flugvöllinn í Kaldaðarnesi og hjá Kaupfélagi Rangæinga.