Goðasteinn - 01.09.2011, Page 176
174
Goðasteinn 2011
Hún eignaðist á þessum árum tvær dætur, þær eru: Hulda Kragh, hún er gift
Steinari Ragnarssyni og Kristín Kragh.
Í október 1956 gekk hún að eiga Ólaf Kristjánsson bónda og oddvita og hófu
þau búskap að Seljalandi. Það sama ár eignuðust þau soninn Kristján, sam-
býliskona hans er Halldóra Hjartardóttir. Þau hjón ólu einnig upp dótturdóttur
þeirra, Olgu Ólafsdóttur, hún er gift Valgarði Péturssyni.
Húsmóðurstarf Guðrúnar á Seljalandi var erilsamt. Vegna stöðu Ólafs sem
oddvita voru sveitarstjórnarfundir oft haldnir á heimilinu og kom það í hlut
Guðrúnar að sjá um kaffi, veitingar og þjónustu á fundunum. Á Seljalandi var
símstöð og sinnti hún símavörslu, sömuleiðis gekk hún í öll bústörfin. Hún var
mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá.
fyrstu árin bjuggu þau hjónin ein en síðar félagsbúi við Sigurð Jónsson og
Mörtu Kristjánsdóttur. Ólafur og Guðrún hættu búskap 1964. er hægðist um
hafði Guðrún því tíma til að sinna áhuga sínum á gróðri og blómum, hún kom
sér upp fallegum og góðum skrúðgarði sem hún sinnti um af alúð og fékk hún
verðlaun fyrir garð sinn. Það var eftirvænting að vori að sá fræjum og í gróð-
urhúsinu ræktaði hún fallegar rósir.
eftir andlát Ólafs 1981 fór Guðrún að vinna hjá Suðurverki við virkjanir á
hálendinu. Þá tók sonur þeirra Kristján við jörðinni og hóf þar búskap. Árið
1986 fluttist Guðrún til Reykjavíkur, hún vann á Landsspítlanum í 6 ár og bjó
síðast í Álftamýri 26.
Hún hafði einstaklega gaman af ferðalögum, bæði innanlands og utan, hvort
sem hún var ein á ferð, með ættingjum eða í hópi. Árlega heimsótti hún upp-
eldisdóttur sína, Olgu og fjölskyldu í Svíþjóð, þar ferðuðust þau mikið og nutu
börnin þess að hafa hana hjá sér og hún ferðanna.
Guðrún var ákveðin persóna, glaðlynd og hló oft dátt af góðum sögum. Hún
var öllum sem til hennar leituðu einstaklega hjálpleg og sérstaklega börnum
sínum og fjölskyldum þeirra.
Í apríl 2007 fluttist hún á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund á Hellu þar
sem hún lést hinn 9. febrúar 2010. Útför hennar var gerð frá Stóra-dalskirkju
16. febrúar 2010.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir