Goðasteinn - 01.09.2011, Side 177
175
Goðasteinn 2011
guðrún svava Þorsteinsdóttir frá Köldukinn
Guðrún Svava Þorsteinsdóttir fæddist í Köldukinn
í Holtum í Rangárvallasýslu 13. september 1920. Hún
lést á landakotsspítala í Reykjavík 29. apríl 2010. for-
eldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðjónsdóttir, hús-
freyja, frá læk í flóa, og Þorsteinn einarsson bóndi
á föðurleifð sinni í Köldukinn. Þau hjón áttu saman
þrjú börn, Runólf Guðstein, Guðrúnu Svövu, og Guð-
nýju Sigríði, en af fyrra hjónabandi sínu og Guðrúnar
Þórðardóttur átti Þorsteinn fjögur börn; einar, Karl-
ottu, Gunnar og Guðbjörgu. Öll eru þau systkinin látin.
Svava ólst upp í Köldukinn og vandist þar við öll verk úti og inni eins og fara
gerði á þeim tíma. Hún sýndi snemma af sér hneigð og hæfileika til lista og hand-
mennta, var frá ungum aldri liðtæk við sauma og stundaði saumaskap ásamt
ýmsu öðru skapandi handverki meðan hún lifði. Hún var ung í vist vetrartíma
hjá Evu Jónsdóttur og Ingólfi Jónssyni á Hellu, og námsdvöl í Kvennaskólanum
á Hverabökkum í Ölfusi veturinn 1940-′41 vakti áhuga hennar á ýmsum grein-
um húshalds og hússtjórnar sem kom henni að góðum notum. Hún fór alfarin til
Reykjavíkur upp úr tvítugu, kvaddi kyrrstöðu sveitalífsins austur í Holtum og
heilsaði nýjum heimi framfara og bjartsýni á uppgangsárum í lífi hins verðandi
lýðveldis, sem varð henni áskorun til sjálfstæðis og sjálfræðis. Hún vann ýmis
störf næstu árin, og kynntist brátt mannsefni sínu, Guðvarði Sigurjóni Schev-
ing Ólafssyni, matsveini og síðar hafnarverkamanni, syni hjónanna Guðrúnar
elínar Hallgrímsdóttur og Ólafs Ólafssonar. Svava og Sigurjón gengu í hjóna-
band hinn 7. nóvember 1947, og í Reykjavík stofnuðu þau heimili og bjuggu þar
alla tíð; síðast í efstasundi 9 frá 1964. Þau skildu eftir um aldarfjórðungs sam-
leið, og bjó Svava áfram í efstasundinu. Börn þeirra eru þrjú. elst er guðrún
scheving, starfsstúlka á Sólvangi í Hafnarfirði, sem ólst að mestu leyti upp hjá
ömmu sinni og afa í Köldukinn. Maður hennar er frans Guðbjartsson, prent-
ari. Í miðið er Þorsteinn, stálsmiður, kvæntur Ásthildi Bjarneyju Snorradóttur,
talmeinafræðingi, og yngst er elín anna, verkakona, gift Óttari eggertssyni
prentara. Barnabörn Svövu eru 11 talsins og langömmubörnin að stjúptengdum
börnum meðtöldum eru 18, þar af eru 17 á lífi.
Svava vann lengi við saumaskap meðfram húsmóðurstörfunum, en síð-
ar ýmis störf utan heimilis, síðast í fatahengi Þjóðleikhússins uns hún lét af
störfum sjötug að aldri. efri árin færðu henni tómstundir sem hún nýtti vel til
handíða og listsköpunar, og þar sat hún ekki auðum höndum. Af dugnaði sínum
og framtakssemi málaði hún myndir, sem hún raunar fékkst við alla ævi, hún