Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 178
176
Goðasteinn 2011
mótaði leir og skar út í tré, og prófaði fleiri handverksgreinar. Alla ævi hélt hún
sér við í saumaskapnum, hannaði og saumaði flíkur á sjálfa sig og fleiri, og
hafði næmt auga saumakonunnar fyrir góðu handverki. Sjálf var hún smekkleg
í klæðaburði og klæddist einatt flíkum sem hún saumaði sjálf, og báru hand-
bragði hennar fagurt vitni. Svava var iðin og vinnusöm manneskja, bæði við
skyldustörf og tómstundir. Hún var fremur heimakær og sjálfri sér nóg um
flesta hluti og garðinn sinn í Efstasundinu ræktaði hún vel. Hún lét sér annt um
heilsu sína, hylltist að óhefðbundnum aðferðum til heilsubótar og lækninga, og
hafði mikla trú á náttúrulækningum og náttúrulyfjum. Sjálf var hún löngum
heilsuhraust, hélt sjálfri sér heimili af dugnaði og gerði vel við sig í mat og
drykk. Hún veiktist af krabbameini í lunga árið 2007, sem dró hana að lokum
til dauða. Útför hennar fór fram frá Áskirkju í Reykjavík 12. maí 2010. duftker
hennar var jarðsett í Gufuneskirkjugarði.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík
Halldóra Jóhanna Ólafsdóttir
Halldóra fæddist að Kárastöðum í Þingvallasveit þann
8. sept. 1912. foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Hall-
dórsson og Jóhanna Margrét Halldórsdóttir. Hún var næst
elst sex systkina, þeirra; Gunnars, Aðalheiðar dagmarar,
Hrafnhildar eyglóar, Herborgar laufeyjar, og Björgvins
Jóhanns.
Halldóra ólst fyrstu ár ævi sinnar upp í foreldrahús-
um ásamt systkinum sínum. Tveggja ára að aldri fluttist
hún ásamt fjölskyldu sinni að Þverá í Núpsdal í Miðfirði.
Jóhanna móðir hennar andaðist 15. júlí 1921, en þá var yngsta barnið mán-
aðargamalt. Við andlát hennar varð faðir hennar að bregða búi og finna öllum
börnum sínum nýjan samastað.
Hún fór þá 9 ára, til móðursystur sinnar Guðríðar Halldórsdóttur og eig-
inmanns hennar Gísla Guðmundssonar að Írafelli í Kjós og ólst þar upp. ferða-
lagið að norðan fygldi henni alla ævi og var meitlað í minningunni. farið var
á hestum, Ólafur með tvær dætur sínar og reifabarnið, Björgvin litli, reiddur í
sykurkistli. Þau gistu á leiðinni í fornahvammi og þar heyrði Halldóra í síma í
fyrsta sinn.
Rúmlega tvítug fór hún til Reykjavíkur og hóf að vinna við það sem til féll,
m.a. vefnað sem henni þótti afar áhugavert og eignaðist síðar eigin vefstól.