Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 179
177
Goðasteinn 2011
eiginmaður hennar var Hannes Árnason frá Hrólfsstaðahelli í landsveit, f.
27. apríl 1907, d. 12.mars 1990, en þau gengu í hjónaband árið 1941 og bjuggu
fyrstu 5 árin í Rvk. og eignuðust fimm börn en þau eru; Jóhanna f. 1942, Erna
f. 8. okt. 1945, tvíburarnir - Árni og Sigríður f. 1947 og drengur f. 1955 er lést
nokkurra daga gamall.
Halldóra og Hannes fluttu að Andakílsárvirkjun í desember 1947 þar sem
hann stafaði sem vélstjóri við nýbyggða virkjunina í þrjú ár, en þá fluttist fjöl-
skyldan að Hvammi í Skorradal og bjuggu þau hjón þar hefðbundnu búi til 1957
að þau fluttust að Austvaðsholti í Landsveit og bjuggu þar í 7 ár.
Þá fluttu þau að Rauðalæk þar sem Hannes vann í pakkhúsinu og Halldóra
sá um mötuneytið og þvottahúsið á vegum kaupfélagsins. Árið 1970 hófu þau
búskap að Brekkum í Holtum og bjuggu þar til 1987, að þau brugðu búi sökum
aldurs og fluttu að Þingskálum 12 að Hellu.
Á Brekkum var tvíbýli. Jónas og Alla bjuggu með börnin sín í austurbænum
og sambýlið var sérlega gott og fjölskyldurnar nánast eins og ein fjölskylda. Aðal
og einkenni samskiptanna var samhjálpin og vináttan milli bæjanna tveggja og
þegar flutt var í burtu hélst sú vinátta alla tíð. Halldóra var mikil húsmóðir og
átti fallegt heimili þar sem gestrisnin og hjartahlýjan var í fyrirrúmi. Þrátt fyrir
umfangsmikil bú- og heimilisstörf fann hún tíma til þess að sinna hannyrðum
sem léku í höndum hennar, óf þónokkuð á árum áður, prjónaði og saumaði út
af listfengi. Ótaldar eru þær flíkurnar, stórar og smár, hosur og húfur, vettlingar
og treflar sem hún hefur prjónað á börnin sín og niðjana í gegnum árin. Sam-
skiptin við afkomendurna og ástvini, gæfa þeirra og gleði, var yndi hennar og
áhugamál, og fyrir allan þann hóp var gott að eiga hana að.
Hún var lífsins kona, mannblendin í eðli sínu og félagslynd, lífsgleðin geisl-
aði af henni, jákvæð, traust og heilsteypt. Hún sá ekki vandamál, heldur verkefni
sem þurfti að leysa. Veðrið var aldrei vont, heldur misgott. Hún var heilsuhraust
með afbrigðum og vissi ekki hvað athafnaleysi var. létt á fæti og lét sér ekki
muna um langar göngur þó háöldruð væri orðin. Hún tók virkan þátt í félgas-
starfi eldri borgara og stundaði golfið af miklu kappi, synti og spilaði félagsvist.
Hún var áhugamanneskja um handbolta og sleppti ekki úr landsleik. Hún var
sérstaklega heiðruð af Íþróttasambandinu sem sérlegur stuðningsmaður hand-
boltadrengjanna okkar.
Hún var skemmtileg í viðræðu, fróð og minnug, kunni feyknin öll af ljóðum
og vísum sem hún brá fyrir sig við hin ýmsu tækifæri, og gat farið með heilu
ljóðabálkana utanbókar. Hún var kona hreinskiptin, hafði skoðanir, laus við
alla hræsni og væmni. Hún leit með þakklæti yfir farin veg og taldi sig ham-
ingjumegin í lífinu, en hún var tilbúin til brottfarar, og hún sagði við börnin sín: