Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 180
178
Goðasteinn 2011
“Þegar ég fer, þá vil ég að þið skálið fyrir mér”.
Halldóra veiktist í september sl. og fór þá á dvalarheimilið lund, þar sem
henni leið afsaplega vel. Þar andaðist hún 29. desember 2010. Útför hennar fór
fram frá Árbæjarkirkju 8. janúar 2011.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Hjalti Bjarnason frá Hólmahjáleigu
Hjalti Bjarnason var fæddur 26. okt. 1928 að Strönd
í V.-landeyjum, sonur Önnu Guðnadóttur og Bjarna
Sæmundssonar. Þótt leiðir foreldra hans lægju ekki
saman ólst hann upp á góðu og vönduðu heimili móð-
urfjölskyldu sinnar að Strönd. Hjalti eignaðist sjö hálf-
systkin, eitt sammæðra og sex samfeðra. Bróðir Hjalta
sammæðra er Guðni einarsson og samfeðra eru Sigrún,
ingibjörg, Sæmundur, Vignir, Björgvin og Sigurbjörn
Bjarnabörn. Bjarni og Sigurrós kona hans ólu einnig
upp unni Þorleifsdóttur, frænku Sigurrósar.
Árið 1954 kvæntist Hjalti eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur, en
hún er fædd 6. feb. 1934. foreldrar Guðrúnar voru Björg Jónsdóttir húsfreyja og
Sigurður Vigfússon bóndi á Brúnum undir eyjafjöllum.
Hjalti og Guðrún hófu búskap í Hólmahjáleigu í A.-landeyjum giftingarárið
sitt 1954 og bjuggu þar með hefðbundinn búskap til ársins 1976 að þau þurftu
að bregða búi vegna vaxandi ofnæmis Hjalta. Ég hygg að það hafi lagst heldur
þungt í hann að leggja af búskap, því mér er sagt að hann hafi verið feikilega
góður bóndi og ræktunarmaður svo af bar, enda búnaðist þeim vel í Hólmahjá-
leigu. Þar fæddust börnin þeirra fjögur sem eru þessi í aldursröð: Arnbjörg f.
1954 gift Ámunda Hjálmi Þorsteinssyni og eiga þau 3 börn. Arnar f. 1958, Sig-
urður Þröstur f. 1960 – d. 2005 og Guðríður Brynja f. 1968. Barnabörnin eru
12 og 5 langafastrákar.
eftir að þau Hjalti og Guðrún brugðu búi í Hólmahjáleigu lá leið þeirra á
Hvolsvöll, hvar þau keyptu húsið að litlagerði 7 sem síðan hefur verið heimili
þeirra. Í fyrstu eftir flutninginn á Hvolsvöll vann Hjalti hjá Húsgagnaiðjunni
sem hér var starfrækt um nokkurra ára skeið, en síðar lá leiðin til Símans þar
sem hann starfaði út sinn starfsaldur.
Hjalti var um margt nokkuð sérstæður maður, í bland fróðleiksfús, stríðinn
og gamansamur.
Alla tíð hélt Hjalti tryggð við sveitina sína og sveitunga, fór oft í heimsóknir