Goðasteinn - 01.09.2011, Side 181
179
Goðasteinn 2011
og fylgdist vel með framvindu mála. Hann var gestrisinn og góður veitandi, í
hvívetna höfðingi heim að sækja, ræðinn og ráðagóður.
Hjalti andaðist 8. ágúst 2010.
Útförin fór fram frá Stórólfshvolskirkju 21. ágúst 2010.
Sr. Önundur S. Björnsson
Hörður Björnsson
Hörður Björnsson var fæddur í Ormskoti í fljóts-
hlíð 22. nóvember 1944. foreldrar hans voru Arnheið-
ur Sigurðardóttir og Björn Gísli Bjarnfreðsson bændur
í Ormskoti. Systur Harðar eru Þórdís f. 1942 og Sig-
ríður ingibjörg f. 1954. Hörður lést á heimili sínu 15.
ágúst 2010.
Á jóladag árið 1965 kvæntist Hörður eftirlifandi
konu sinni, Rúnu Björgu Jónsdóttur sem er fædd 25.
ágúst 1947. Þeim varð þriggja barna auðið og er Arn-
heiður elst, f. 1965, var gift Hafsteini eyvindssyni, þau skildu. Synir þeirra eru
Halldór Hrannar f. 1985, Hafþór Helgi f. f. 1989 og fannar Aron f. 1991. Næst
er Kristín Auður f. 1971 gift Sverri Guðfinnssyni. Yngstur er Jón Gísli f. 1974
og er sambýliskona hans Ann-Sifie Gremaud.
Snemma lá leið Harðar út á vinnumarkaðinn, fyrst í almenna verkamanna-
vinnu af ýmsum toga, en lengst af starfaði hann sem bifreiðarstjóri hjá Rarik,
eða í 35 ár. fyrir þremur árum lét hann af störfum vegna veikinda.
Hörður og Björg voru kornung þegar þau höfðu komið framtíðarþaki yfir
höfuðið, en þau byggðu og bjuggu í Stóragerði 14 frá árinu 1968. Hörður var
afar laghentur maður sem kom sér harla vel við byggingu íbúðarhússins og
síðar sumarbústaðarins sem þau hjónin reistu sér austur við Skóga, en hann
nefndu þau döluskóga. Þar undi Hörður hag sínum vel, einkum við smíðar,
gróðursetningu, gönguferðir og raunar hvað eina sem hann fann sér til dundurs
og yndisauka. Hann lagði allan sinn metnað og alúð í að gera þann fallega stað
að paradísarlaut fjölskyldunnar, sem mér er sagt að þeim hjónum hafi tekist
með mikilli prýði.
Hörður var útivistamaður góður og náttúruunnandi. Hann var mikill Íslend-
ingur í sér, naut þess að ferðast um landið og kynna það börnum sínum og
skoða fegurð þess og fjölbreytni.
Hörður las mikið um land og þjóð og hafði sérstakt yndi af að horfa á fróð-
leiksþætti á borð við Stiklur enda fróður á því sviði. um dagana hefur Hörður