Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 182
180
Goðasteinn 2011
tekið feiknin öll af myndum sem hann varðveitti í pússi sínu. Svo var það eft-
ir að hann hætti að vinna að hann tók myndasafnið til handargagns og kom
virkilegu skipulagi á það, m.a. með því að færa það inn á vídeospólur og gera
safnið þannig aðgengilegra.
Það var Herði dýrmætt og kærkomið að fá tækifæri til að hitta systur sínar
og leiða saman fjölskyldur þeirra allra á litlu ættarmóti sem haldið var þ. 26.
júní 2010. Þá var meðal annars komið við á æskustöðvunum í Ormskoti og
ornað sér við gamlar og ljúfar minningar, farið inn í gömlu herbergin þeirra
systkina og sitt hvað rifjað upp.
Útförin fór fram frá Stórólfshvolskirkju 20. ágúst 2010
Sr. Önundur S. Björnsson
ingibjörg fjóla ingvarsdóttir frá neðra-dal.
Hún fæddist í Neðra-dal undir eyjafjöllum 11. janúar
1918 foreldrum sínum ingvari ingvarssyni frá Neðra-
dal og Guðbjörgu Ólafsdóttur frá Hellishólum og var
hún yngst í hópi 16 fæddra barna þeirra, en 5 þeirra dóu
ung. eldri systkinin sem upp komust eru látin en þau
voru: Ólafur, Óskar, ingólfur, elín Jónína, Þorgríma
lilja, Samúel, tryggvi, Jóhanna Svava, lovísa og leó.
Þessi tími þeirra, svo nærri okkur, en þó nær óskilj-
anlegur. Hvernig þessi fjölskylda hefur lifað af í litlu húsi á lítilli jörð með lítinn
bústofn, þar sem lífsbaráttan var háð í orðsins fyllstu merkingu við náttúruna,
jörðina og hafið, þar sem lífsbjörg þurfti að sækja og gæta, frá degi til dags,
með endalausri vinnu, nýtni og nákvæmni, að ekkert færi þar til spillis. en
þrátt fyrir þetta var gleði ríkjandi á heimilinu, tilhlökkun yfir litlu og slegið á
létta strengi þegar tækifæri gafst, einkum með heimsóknum og samskiptum á
dalsbæjunum þar sem vinir og ættingjar bjuggu.
Að loknum farskóla og vinnu á heimilinu á unglingsárum, þar sem hún oft
minntist hestsins síns Reynis og bæjarhundsins, sótti hún vinnu til Vestmanna-
eyja, ýmist í vist eða verkamannastörf við útgerðirnar. Hún kynntist Gunnlaugi
Árnasyni frá Brimnesgerði við fáskrúðsfjörð og eignuðust þau tryggva 1945
og fluttu síðan til Reykjavíkur og stofnuðu sitt heimili þar. Guðbjörg, dóttir
þeirra fæðist 1950, en eftir fæðingu Guðbjargar tókst Ingibjörg á við erfið veik-
indi, sem leiddi til skilnaðar þeirra. Gunnlaugur flutti þá heim til sín að Brim-
nesgerði með son þeirra tryggva og 5 ára var Guðbjörg tekin í fóstur til systur
ingibjargar að Hólavatni í Austur-landeyjum, elínar Jónínu og manns hennar