Goðasteinn - 01.09.2011, Page 183
181
Goðasteinn 2011
Sigurðar einarssonar, þar sem hún ólst upp, sem dóttir þeirra.
Árið 1957 eignaðist ingibjörg Ástu Grétu með Birni Björnssyni, en innan
við árs gömul eignaðist hún sitt heimili hjá bróður ingibjargar að Neðra-dal hjá
Ingólfi Ingvarssyni og konu hans Þorbjörgu Eggertsdóttur, þar sem hún ólst upp
sem kærkomin yngsta dóttir þeirra.
Við tóku árin hennar ingibjargar að takast á við sín veikindi og vinna af heil-
indum við hin ýmsu þjónustustörf víðsvegar í Reykjavík og eitt sumarið fór hún
á síldavertíð til Raufarhafnar. Hún fann sjálfa sig í vinnunni við að gera ætíð
sitt besta, vera trú gagnvart því sem henni var trúað fyrir, nákvæm, vandvirk
og jafnframt svo skiladrjúg við öll störf, handfljót og vinnusöm.
Hún fann gleðina á góðum stundum við tónlist og söng og naut þess að
dansa og vera með góðum vinum og ferðast um landið á ódýran hátt með tjald-
ið með sér og jafnframt að heimsækja systkini sín og vini frá æsku og rifja þá
upp gömlu dagana með gleði og smitandi kátínu og syngja ættjarðarlög. Heim-
ili hennar bar henni vitni, alúð hennar og umhyggju með blómunum hennar,
sem hún talaði við. Og mikið þótti henni vænt um þegar börnin hennar vitjuðu
hennar, en um tíma bjó tryggvi hjá henni á freyjugötu og Guðbjörg kom með
manni sínum Guðjóni Árnasyni og börnum til hennar, en Ásta hafði flutt með
manni sínum Baldvini Guðna Ólafssyni til Noregs, þar sem hún átti heimili
síðan og hitti því móður sína sjaldnar.
Um 1987 hóf hún sambúð með Ólafi Bertelssyni í Reykjavík, sem slitnaði
upp úr 2001, en þá flutti hún á sambýli fyrir aldraða að Skjólbraut 1 A í Kópa-
vogi og 2005 á hjúkrunarheimilið við Sunnuhlíð. Hún naut góðrar umönnunar
á báðum stöðum sem hún var afar þakklát fyrir. Hún andaðist á hjúkrunarheim-
ilinu við Sunnuhlíð 7. apríl.
Útför hennar fór fram frá Kópavogskirkju 19. apríl.
Sr. Halldór Gunnarsson.
ingigerður Ástgeirsdóttir
ingigerður Ástgeirsdóttir fæddist á Syðri-Hömrum
hún hinn 26. apríl 1918. foreldrar hennar voru hjónin
þar, Ástgeir Gíslason og Arndís Þorsteinsdóttir. Hún var
elst af sjö börnum þeirra hjóna en þau voru auk henn-
ar: ingveldur, Bjarnheiður, Steinunn, Gísli, Sigurveig og
Guðbjörg inga. einkasonur hennar er Hörður Sigurðsson
f. 16. október 1940.
ingigerður ólst upp í foreldrarhúsum ásamt systkinum