Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 185
183
Goðasteinn 2011
en tíminn líður og árin eyðast af ævinni og fyrr en varir er komið að kveðju-
stund. Ingigerður andaðist á Vífilsstöðum 4. maí 2010 og fór útför hennar fram
frá Kálfholtskirkju 15. maí 2010.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
ingigerður Oddsdóttir frá Heiði
ingigerður Oddsdóttir fæddist að Heiði á Rang-
árvöllum 28. mars 1923. Hún var dóttir hjónanna Helgu
Þorsteinsdóttur frá Berustöðum í Ásahreppi og Odds
Oddssonar frá Heiði. ingigerður var uppalin á Heiði á
Rangárvöllum í góðum hópi systkina, látin eru: Þor-
steinn og Guðbjörg, eftirlifandi eru: Árný, Hjalti og
uppeldisbróðirinn Grétar einarsson.
ingigerður gekk að eiga Skúla Jónsson árið 1945,
Skúli var fæddur 1919.
foreldrar hans voru Sólveig Ólafsdóttir frá tindsstöðum, Kjalanesi og Jón
Jónsson frá Breiðholti. fyrsta búskaparár sitt bjuggu þau í Nesstofu á Seltjarn-
arnesi en fluttu að Hróarslæk á Rangárvöllum árið 1947 og bjuggu þar síðan.
Þeim varð fimm barn auðið, þau eru: Helgi, hann er kvæntur Fríðu Proppé.
Guðmundur hann er kvæntur ernu Sigurðardóttur. Ragnheiður, hún er gift
Þresti Jónssyni. Sólveig Jóna, hún er gift Bjarna Sveinssyni. Þóroddur, sam-
býliskona hans er fanney. ingigerður og Skúli ólu einnig upp barnabarn sitt
Helga Skúla Helgason.
Ingigerður lauk fullnaðarprófi frá Strönd, hún starfaði við saumaskap að því
loknu m.a. hjá Stolzenwald á Hellu. Hún var einnig kaupakona á Stóra-Hofi.
Er þau hjónin Ingigerður og Skúli settust að á Hróarslæk var umhverfið mest-
megnis óræktaðir svartir sandar. en þau byggðu jörð sína upp af myndarskap
og dugnaði. Húsakostur var ekki stórbrotinn en alltaf var hægt að finna gestum
pláss. Oft gat orðið gestkvæmt á Hróarslæk og yfir sumartímann voru iðulega
einhverjir krakkar sem komu í sveitina og héldu margir tryggð við fjölskydluna
og bæinn.
Inga gekk ekki síður í bústörfin utandyra og vildi það jafnvel heldur en eld-
hússtörfin. Það var hennar líf og yndi að sinna störfum utandyra í faðmi hins
fagra fjallahrings Rangárvalla. Henni var annt um sveitina og allar skepnur, þó
sérstaklega kindurnar, þær höfðu forgang og sama hvað á gekk hallmælti hún
þeim aldrei. Hún var mikið náttúrubarn, hafði næmt skyn á þarfir dýranna í
nágrenni sínu. Hún bar umhyggju fyrir hrafninum, og efaðist ekki um vit hans