Goðasteinn - 01.09.2011, Page 186
184
Goðasteinn 2011
og hjálpsemi við þau sem honum vel launa. Hún unni blómum og gróðri sér-
staklega og kom hún sér upp fallegum garði í kringum bæinn á Hróarslæk.
Skúli lést 1988 eftir það bjó inga áfram á Hróarslæk en hún fór þá í fyrsta
sinn í fasta vinnu utan heimilis, í Gunnarholti. til og frá vinnu fór hún gang-
andi eða hjólandi en hún tók aldrei bílpróf.
Hún var iðjusöm kona, féll aldrei verk úr hendi, prjónaði mikið og fann sér
alltaf einhver verkefni. Barnabörnin sóttu mikið í að koma í sveitina og var
þeim alltaf tekið fagnandi. inga var glaðlynd, gat verið stríðin og hafði sterkar
skoðanir á hlutunum. Er heilsu hennar hrakaði í kringum 2007 flutti hún á
Hjúkrunarheimilið lund á Hellu, þar lést hún hinn 31. janúar sl.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Jónas Helgason frá stórólfshvoli
Jónas Helgason fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi
í Rangárvallasýslu hinn 5. október 1924. foreldrar
hans voru hjónin Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunar-
kona og húsfreyja frá Bakka í Austur-landeyjum og
Helgi Jónasson héraðslæknir og alþingismaður á Stór-
ólfshvoli, sem upprunninn var frá Reynifelli á Rang-
árvöllum. Jónas var elstur fjögurra sona þeirra. Hinir
voru Helgi (d. 1982), Hrafnkell (d. 2010), og yngstur er
Sigurður, sem lifir bræður sína.
Jónas ólst upp á Stórólfshvoli, á gestkvæmu menningarheimili og kirkjustað.
Þar stóðu foreldrar hans fyrir búi samhliða læknisembættinu, og því kynntist
hann við ýmis hefðbundin sveitastörf í uppvextinum. Að loknu skyldunámi var
hann einn vetur í læri hjá séra erlendi Þórðarsyni og frú Önnu Bjarnadóttur í
Odda, en lét þar staðar numið á bóknámsbrautinni. Bílaöldin var þá að ganga í
garð, og átti sér mikilvæga miðstöð í túnfætinum á Stórólfshvoli þar sem Kaup-
félagi Rangæinga á Hvolsvelli óx sífellt fiskur um hrygg. Þessir nýtískulegu
tæknistraumar heilluðu Jónas meira en búskapur og önnur iðja, og því fór hann
snemma að aka bíl hjá kaupfélaginu, en hafði áður og jafnframt verið bílstjóri
og hjálparhella föður síns í læknisvitjunum. Síðar gerðist Jónas mjólkurbílstjóri
hjá Mjólkurbúi flóamanna á Selfossi en fór síðar aftur til Kaupfélagsins. Með-
fram akstrinum stundaði hann einnig ökukennslu um nokkurt skeið. Jónas var
laginn og heppinn bílstjóri, en á upphafsárum hans undir stýri var leiðin austan
úr Rangárþingi til Reykjavíkur erfið og seinfarin, og gat stundum að vetrarlagi
orðið bæði löng og ströng.