Goðasteinn - 01.09.2011, Page 187
185
Goðasteinn 2011
Jónas kvæntist hinn 8. maí 1948 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Árna-
dóttur frá lágafelli í Austur-landeyjum. foreldrar hennar voru hjónin Margrét
Sæmundsdóttir húsfreyja frá lágafelli og Árni einarsson bóndi frá Miðey í
sömu sveit. Jónas og Guðrún stofnuðu heimili á Hvolsvelli og bjuggu þar uns
þau fluttust að Hellu árið 1975 er Guðrún varð stöðvarstjóri Pósts og síma þar
í þorpinu. Starfaði Jónas sem landpóstur á Rangárvöllum í 22 ár þaðan í frá,
uns hann lauk starfsævi sinni 73ja ára gamall árið 1997, og þau hjón fluttust til
Reykjavíkur. Bjuggu þau fyrst í Álfheimum 70 en frá árinu 2004 í Núpalind 4
í Kópavogi.
Börn Jónasar og Guðrúnar eru þrjú: elst var Oddný, sem lést 39 ára gömul
árið 1988. Hún átti við mikla fötlun að stríða og var alla ævi búsett í foreldra-
húsum, þar sem hún naut umhyggjusemi foreldra sinna fram á síðasta dag. Í
miðið er særún, skrifstofumaður hjá Skipulags- og byggingasviði Reykjavík-
urborgar, gift Kjartani Sigurðssyni, verkefnastjóra hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins. yngstur er Helgi, verkstjóri hjá Permagreen og ferðaþjónustubóndi
í Narsaq á Grænlandi. Sambýliskona hans er Bodil Mogensen, deildarstjóri á
bæjarskrifstofu í Narsaq. Barnabörn Jónasar eru fjögur.
Jónas var greiðvikinn maður, traustur og heiðarlegur í störfum sínum og
allri viðkynningu, og ávann sér vinsældir og virðingu allra er honum kynntust.
Hann var fremur heimakær og mikill heimilismaður og sinnugri um húsverk og
heimilisstörf en margir karlar af hans kynslóð. Hann tók lítinn þátt í skipulögðu
félagsstarfi, en var þó um árabil félagi í Lionsklúbbnum Skyggni á Hellu, auk
þess sem þau hjónin tókust á hendur nokkrar skemmtiferðir til evrópulanda
með ferðaklúbbnum Garðabakka.
Jónas lést á landspítalanum í fossvogi 19. desember 2010 eftir nokkra van-
heilsu hin síðari ár. Útför hans fór fram frá Áskirkju 29. desember, og var duft-
ker hans jarðsett í fossvogskirkjugarði.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík