Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 188
186
Goðasteinn 2011
Kristján J. gunnarsson frá Marteinstungu
Kristján Jónsson gunnarsson fæddist í Marteins-
tungu í Holtum 29. nóvember 1919. foreldrar hans, sem
þar bjuggu, voru hjónin Guðrún Kristjánsdóttir hús-
freyja, sem borin var og barnfædd í Marteinstungu, og
Gunnar einarsson bóndi, frá nágrannabænum Götu.
Kristján var yngstur fjögurra barna þeirra. elst var Ólöf
Kristjana (d. 2006), og í miðið tvíburabræðurnir Gutt-
ormur Ármann og dagbjartur Kristinn, sem létust með
fárra mánaða millibili árið 2009, og höfðu þá um alllangt
skeið verið elstu tvíburar á Íslandi.
Kristján ólst upp við hefðbundin sveitastörf í Marteinstungu. ungur fór
hann í vegavinnu, og síðar lá leið hans til bóknáms að fellsmúla í landsveit,
til feðganna séra Ragnars Ófeigssonar og séra Ófeigs Vigfússonar, sem bjuggu
hann undir nám í Kennaraskólanum. Þaðan lauk Kristján kennaraprófi vorið
1942. Sama ár réði hann sig til kennslu við barnaskólann á Suðureyri við Súg-
andafjörð, og kenndi þar einn vetur. Þar lágu saman leiðir hans og konuefnis
hans, Þórdísar Kristjánsdóttur, hjúkrunarkonu. Þórdís var Súgfirðingur að upp-
runa, dóttir hjónanna Kristjáns Alberts Kristjánssonar kaupmanns á Suðureyri
og Sigríðar Híramínu Jóhannesdóttur ljósmóður. Þau Kristján og Þórdís giftust
9. september 1944 og stofnuðu heimili á Hellissandi, en þangað höfðu þau flutzt
ári fyrr og Kristján tekið við starfi skólastjóra þar, sem hann gegndi í 9 ár, til
ársins 1952. Þar tók Kristján fyrst að gefa sig að málefnum sveitarstjórna, og
gegndi hann ásamt skólastjórastarfinu embætti oddvita í Neshreppi utan Ennis
frá 1946 til 1952.
Kristján tók við starfi yfirkennara við Langholtsskóla árið 1952 sem hann
gegndi um 9 ára skeið, er hann varð skólastjóri sama skóla. Stýrði hann skól-
anum til 1973, en var þá skipaður fræðslustjóri í Reykjavík, og gegndi því starfi
í önnur níu ár. Þann tíma fékkst hann ekki síst við stefnumótun og skipulags-
mál skóla í vaxandi borg, og naut sín þar vel reynsla hans, þekking og yfirsýn.
Kristján var farsæll skólamaður og vandvirkur stjórnandi. Hann hafði vakandi
áhuga fyrir starfi sínu og verkefnum, var vel látinn af samkennurum og öðru
samstarfsfólki og naut virðingar og trausts nemenda sinna.
Kristján var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins allt frá árunum vestur á
Snæfellsnesi, varð varaborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík árið 1956 og borg-
arfulltrúi frá 1970 um þriggja ára skeið. Á þeim vettvangi brunnu skólamálin
heitast á Kristjáni, og voru honum falin margháttuð trúnaðarstörf á því sviði.
Hann var í fræðsluráði nær tvo áratugi, og í fræðslulaganefnd átti hann drjúgan