Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 189
187
Goðasteinn 2011
þátt í að móta nýja löggjöf fyrir grunnskóla sem tóku gildi árið 1974. Hann sat í
stjórn Ríkisútgáfu námsbóka um árabil, og ritstýrði á þeim árum Skólaljóðum,
sem mörgum eru minnisstæð, sem og Lesbók barnanna í Morgunblaðinu og sat
einnig í Útvarpsráði. Þá gegndi hann starfi skólastjóra Vinnuskóla Reykjavík-
ur í áratug. fleiri verkefni og trúnaðarstörf féllu í hlut Kristjáns. Hann sat í
fyrstu sóknarnefnd Ássóknar frá 1964 um nokkurra ára skeið, og tók þátt í
kennarasamtakanna. Árið 1981 sæmdi forseti Íslands hann riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til menntamála.
Í Reykjavík bjuggu þau Þórdís í Sporðagrunni 5, en fluttust árið 1997 að
Gullsmára 7 í Kópavogi, og áttu þar heima unz Þórdís lést hinn 7. júní 2002.
Börn þeirra eru fimm, Guðrún, Kristján Sigurður, Hörður, Elín og Ásdís, öll
fjölskyldufólk og eiga afkomendur.
lausum stundum þótti Kristjáni gott að verja í skógarreit fjölskyldunnar
austur í lýtingi í landi Marteinstungu, þar sem nú er upp vaxinn fagur skógar-
lundur fyrir þeirra tilstilli. Hann stundaði lax- og silungsveiðar í hópi góðra
vina, var virkur bridge-spilari, og tók þátt í starfi Rotary-hreyfingarinnar.
Kristján fékkst á efri árum nokkuð við ritstörf, skrifaði skáldsöguna Refsku,
sem út kom árið 1986, og sendi síðan frá sér fjórar ljóðabækur á árunum 1989
til 1997.
Kristján lézt 30. ágúst 2010. Útför hans fór fram frá Áskirkju 8. september
2010, og var hann jarðsettur í Gufuneskirkjugarði.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík
Kristjón Pálmason
Ég hélt á gamalli handlitaðri ljósmynd sem var á
skrifborðinu í tobbakoti. Myndin sýndi bæjarhlaðið
á unhóli í Þykkvabæ. ljósmyndarinn fangar augblik
löngu liðins tíma. timburtunna stóð við útdyrnar, þar
á bak við stendur óþekkt kona. yst til vinstri leiðir Jón
Þórðarson lítinn dreng. Þar hjá stendur Pálmar faðir
Kristjóns og fleira fólk stendur þar hjá. Ekki er vitað
hvar Kristjón var, þegar þessi ljó mynd var tekin, hvort
hann var fæddur eður ei.
en föstudaginn 13. maí 1927 vaknaði drengur hjónanna á unhól til lífs-
ins, sonur þeirra Pálmars Jónssonar f. 9.6.1899, d.7.3.1971, bónda og bátasmiðs
og Sigríðar Sigurðardóttur f.17.03.1901, d.18.12.1989, húsmóður. Vöggugjafir
barnsins voru margvíslegar.