Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 190
188
Goðasteinn 2011
Fyrir áttu þau hjónin dótturina Sigurfinnu f. 16.08.1925. Tvær dætur bætt-
ust síðar við, þær lára f.13.11.1928 og Sveinbjörg una f. 6.6.1930. Kristjón bjó
félagsbúi með foreldrum sínum að unhóli fram til ársins 1964 er hann keypti
jörðina tobbakot ii. Þar bjó upp frá því. Kristjón var einn af frumkvöðlum í
stórfelldri kartröflurækt í Þykkvabænum. Hann var ávallt í fararbroddi með
tækninýjungar í greininni og hirðusamnur með vélar sínar.
Nágrannar sóttu til hans greiðvikni við ýmsar aðstæður og nutu góðs af.
Kristjón gætti þess að skila góðri matvöru og taldi ekki sama, hvernig kart-
öflunar féllu í pokann í upptökuvélinni. Týna þurfti þær með réttum hætti og
eins með útsæðið. Bjalla á vélunum sá um að fólkið fyndi taktinn, spírunar
skyldu vísa upp. Hann sótti sjó frá Þykkvabæjar fjörunni og fór í síðasta róð-
urinn árið 1955 þegar bátnum hvolfi í lendingu eins og fólkið þekkir hér. Hann
sótti í sjóbirtingsveiði í Hólsánni sem og mikið silgungsveiði inn í Veiðivötn.
Hann spáði mikið í veiði og ár.
Ráðskona og síðar sambýliskona Kristjóns frá 1965 og til tæpra þriggja
áratuga var Margrét Jónsdóttir, frá Vestmanneyjum f. 6.2.1924, d. jóladag
25.12.1992. Hennar sonur er Örn Bragi tryggvason f. 11.11.1958. Kona hans
er Sigurlín Guðný ingvarsdóttir og eiga þau þrjú börn. eftir að Kristjón hætti
búskap bjó hann áfram í tobbakoti, sem fyrr, í nálægð við systur sína og frænd-
fólk í unhóli. Hann brá búi vegna veikinda á síðasta ári og dvaldi eftir það í
góðu yfirlæti, fyrst um sinn á Kumbaravogi og síðar á Dvalarheimilinu Lundi
á Hellu. Þar andaðist hann 24. apríl 2010.
Á langri ævi, sem lifuð er nánast á sama stað alla tíð, og með sama fólkinu
þá finnum við og reynum hvert með hver öðru, bæði kosti og galla fólksins eins
og gengur og gerist. Við reynum fólkið með ýmsu móti og fæstir eins. Mannlíf-
ið er ólík reynsla og raun, einum tekst en öðrum ekki. Við erum öll að takast á
við okkur sjálf og eitt er víst að fæstir líta í kviku, innsta kjarna annars manns.
Það skiptir máli með hvaða augum við horfum á lífið og tilveruna og eins það,
að er hægt að öðlast aðra sýn, dýpri og sannari, þegar maður hefur augum litið
manns eigin dýpstu veru, þegar maður hefur litið í spegil sálu sinnar og ekki
litið undan.
Útför hans var 8. maí 2010 frá Oddakirkju.
Axel Á Njarðvík, héraðsprestur