Goðasteinn - 01.09.2011, Page 191
189
Goðasteinn 2011
Kristþór Breiðfjörð Hauksson
Kristþór Breiðfjörð var sonur hjónanna Hauks
Breiðfjörð Guðmundssonar f. 23. ágúst 1919 og tóm-
asínu Þóru Þórólfsdóttur f. 17. júní 1913. Kristþór var
fæddur mánudaginn 28. desember 1936. Hann ólst upp
í Fjarðarhorni til 2 ára aldurs og flutti með fjölskyldu
sinni árið 1938 að Kálfadal og 4 árum síðar aftur að
fjarðarhorni en foreldar Þóru bjuggu þar. tveimur
árum síðar flutti fjölskyldan að Múla þar sem foreldr-
arnir voru í kaupamennsku í tvö ár. Árið 1945 þegar
Kristþór var á 10. ári fluttu þau enn aftur að Fjarðarhorni. Þessi bæjarnöfn er
að finna við Kollafjörð og svæðið hét áður Múlasveit. Þannig runnu fyrstu ár
Kristþórs. Víða var búið og án efa við þröng lífsskilyrði og ekki úr miklu að
spila. en fólkið var gott. foreldar hans áttu hlýju og alúð, styrk og festu. Og þau
önnuðust börn sín vel og nærðu þannig hjartað til vaxtar.
Börn þeirra hjóna urðu fimm auk þeirra átti Þóra fyrir soninn Guðlaug Ólafs-
son, f. 24. desember 1931. Sigríður Guðný f. 19. apríl 1940 en hún lést sautján
ára 29. maí 1957. Guðmunda laufey, f. 28. júní 1943 Guðjóna Kristín, f. 12.
nóvember 1944 Ólafur Gunnar Rafn, f. 4 október 1955.
ungur fór Kristþór suður til Reykjavíkur að sækja sér vinnu. Hann vann
víða, ók vörubílum og rútum ma. austur fyrir fjall og að Hellu. ein góðvirð-
isdag árið 1964 gekk í rútuna hjá honum ung kona. Hún var síðar spurð af því
hvernig henni hefði litist á bílstjórann. Hún svaraði því til, að hún vissi það
ekki, hann hefði verið með sólgleraugu og hún því ekki séð augun hans. Þarna
hafði Halldóra ingibjörg Sigmundsdóttir tekið sér far með rútunni. Það lá fyrir
þeim að renna saman sama veg.
Halldóra var fædd á Ásólfsskála undir eyjafjöllum 29. júní 1940. foreldr-
ar hennar voru hjónin Júlíana Björg Jónsdóttir frá Hallgeirsey í landeyjum
og Sigmundur Þorgilsson skólastjóri undir eyjafjöllum. Ragnheiði Sigurkarls-
dóttur átti Halldóra fyrr og Kristþór gekk henni í föðurstað. Hún er fædd 29.
nóvember 1960. Maður hennar er Arnar Andersen. Þau eiga 3 drengi sem heita
ingi Þór, Birkir og Svanur.
Kristþór og Halldóra eignuðust Björn Breiðfjörð, 6. apríl 1966. Sambýlis-
kona hans er Berglind Hafsteinsdóttir. Börn þeirra eru Bjarki og Bergrós en
fyrir átti Björn, Bergþór. Kristþór og Halldóra gengu í hjónaband á gamlárs-
dag árið 1970 og bjuggu á Hellu allan sinn hjúskap. Árin komu eitt af öðru og
liðu við margbreytileg stöf og iðju. Hann fann góðan vinskap meðal félaga í
flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Kristþór tók þátt í að endurvekja hana og veitti