Goðasteinn - 01.09.2011, Page 193
191
Goðasteinn 2011
Magnús sigurjónsson frá Hvammi.
Hann fæddist í Hvammi 10. mars 1914 foreldrum
sínum Sigurjóni Magnússyni frá Hvammi og Sigríði
Einarsdóttur frá Varmahlíð og var næst yngstur fimm
systkina, drengs sem dó í fæðingu, einars, sem lést
1961, tryggva, sem lést sviplega við nám á bænda-
skólanum á Hólum 1942 og Þuríðar sem er nú ein
eftirlifandi.
Árin hans Magnúsar voru sem meistaranám í
smiðju föður hans með bústörfum frá unga aldri og í
eldhúsi móður hans með hreppstjóranum afa hans og ljósmóðurinni með sínum
kærleiksgeisla, Þuríði Jónsdóttur ömmu hans. Hann lauk sínu barnaskólanámi
með sínni fögru og stílhreinu rithönd, sem eins og sýndi hug hans og hæfi-
leika.
Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja og vann þar einnig við smíðar og í
smiðju. Hann fór einnig til Reykjavíkur á togara og í siglingar og vann þar um
tíma á uppgangstíma setuliðsins.
Á afmælisdegi sínum 1939 giftist hann Sigríði Jónu Jónsdóttur frá Björn-
skoti, sem ætíð var nefnd lóa og hófu þau búskap saman að efri-Rotum. Við
lát tryggva voru þau kölluð heim að Hvammi til að búa þar með foreldrum
Magnúsar á heimilinu hér undir eyjafjöllum, sem var í gestagötu allra sem um
veginn fóru, eða eins og sr. Sigurður einarsson, skáld í Holti, sem var heim-
ilisvinur fjölskyldunnar, orti til Magnúsar í einu erindi ljóðs á fimmtugsafmæli
hans: “Kynslóðir þrjár hafa heilsað og horfið, - en Hvammurinn var eins og
fyrr; - beið opnum faðmi með opin hjörtu – og opnar hverjar dyr.”
Gestadyrnar í Hvammi voru opnar allan sólahringinn árið um kring með
veisluborði, sem varð að veita móttöku, sem erfitt er að skilja í dag hvernig það
var mögulegt með öllu heimafólkinu, gestum til lengri tíma, sumarbörnunum
og börnunum þeirra sem höfðu fæðst hvert af öðru: einar f. 1939. Jón ingi f.
1940, en hann lést 1967, tryggvi Þór f. 1941, Sigríður f. 1943, Anna f. 1944,
Sigurjón f. 1945 og Hugi f. 1949. Og þegar tímar liðu komu barnabörnin, sem
nutu heimsókna að Hvammi og hlýju afa og ömmu.
Gleði og umönnun Magnúsar og lóu gleymist ekki, né ákveðni Magnúsar
um að hver og einn gerði matnum góð skil. Hann hafði erft handlagni föður
síns og var oft kallaður að heiman til smíða og starfa. Hann vann að byggingu
Ásólfsskálakirkju með föður sínum sem var yfirsmiður kirkjunnar og söng í
kirkjukórnum, sem hér er þakkað fyrir. Gleðin og söngurinn var í sál hans og
lífsmótun, með ákveðni um að leggja sitt af mörkum og segja sínar skoðanir,