Goðasteinn - 01.09.2011, Page 194
192
Goðasteinn 2011
einkum gagnvart stofnunum og þeim sem töldu sig sérfræðinga og flest allt
vita.
Börnin fluttu að heiman og stofnuðu sín heimili, öll nema yngsti sonurinn
Hugi, sem tók við búi með konu sinni Birnu Gunnarsdóttur árið 1975. Vann þá
Magnús víðs vegar við smíðar og virkjunarframkvæmdir við Hrauneyjarfoss
og í Sigöldu.
Lóa andaðist eftir erfiða sjúkralegu árið 1981.
Árið 1983 eignaðist Magnús sambýliskonu Guðbjörgu Jónínu Helgadóttur
frá Seljalandsseli og áttu þau saman 15 góð ár með sömu gestrisni í Hvammi
eins og áður og mörgum sumarferðalögum saman um landið, þar sem tjald var
með í för eða gist í bændagistingu, því Magnús naut þess að kynnast fólki sem
þau hittu á sínum ferðalögum. Guðbjörg andaðist 1998.
Við tóku 8 ár, þegar Magnús bjó einn í Hvammi og fylgdist með veðri og
veðurspám, sem honum fannst oft bregðast, fylgdist með umferð um veginn og
leit til Vestmannaeyja eins og áður, allt frá æsku. Magnús var ákveðinn og gat
verið ósveigjanlegur um það sem honum fannst rétt. Hann vildi ekki yfirgefa
Hvamm og var þar eins og vörður gamla tímans. Hann tók eins og áður á móti
ættingjum, vinum og gestum. Oft hafði hann áður í slæmum veðrum náð í
tjaldbúa við veginn og boðið heim til gistingar. Hann átti í engum vandræð-
um með að tala við útlendinga, fyrst með sínu einlæga boði til matar og síðan
spurningum um land og hagi viðkomandi þjóðar. Þannig eignaðist hann marga
vini. ekki gleymist rússneski jarðfræðingurinn Alfred Heptner, sem Magnús
átti í bréfaskriftum við í mörg ár og sendi dollara og matföng til, sem kom-
ust þó ekki alltaf til skila. Hann fór með ættingjum og barnabörnum sínum,
lindu og Magnúsi í ferðir til útlanda og var þar heimsborgari sem naut útsýnis
og byggingarlistar stórborga og kynntist fólki með íslenskri kveðju og hlýju
handtaki.
Árið 2006 flutti hann á dvalarheimili aldraðra, Lundi á Hellu og heillaði
þjónustukonurnar með sjarma og brosi. Hann varð sáttur við sitt hlutskipti að
eldast og hvílast og njóta umhyggju hjúkrunarfólksins.
Hann andaðist 1. september í svefni. Útför hans fór fram frá Ásólfsskála-
kirkju 11. september.
Sr. Halldór Gunnarsson.