Goðasteinn - 01.09.2011, Side 195
193
Goðasteinn 2011
Margrét Loftsdóttir í framnesi, Ásahreppi.
Margrét loftsdóttir var fædd í Klauf í Vestur
–landeyjum 17. nóv. 1917. foreldrar hennar voru
hjónin í Klauf, loftur Þorvarðarson og Þórunn
Sigurðardóttir. Þeim varð 6 barna auðið, 3 dóu ung
, fyrsta barn þeirra í fæðingu, Sigurður Óskar sem
ungabarn og Karl Óskar á unglingsárum, en 3 kom-
ust till fullorðins ára þau; - Jóhann Bergur, Krist-
ín Bergþóra og Margrét. Hún ólst upp við venjuleg
sveitastörf þess tíma. Að afloknu hefðbundnu barna-
skólanámi helgaði hún foreldrum sínum áframhaldandi störf við búskap þeirra
og var aðalstyrkur þeirra seinni árin.
eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðbjörn Jónsson bóndi í framnesi, og
gengu þau í hjónaband 1. júní 1957. tvíburadætur þeirra eru Jóna og Þórunnn
fæddar 21. mars 1959.
Margrét leit á það sem hlutskipti sitt að helga líf sitt fjölskyldunni og búinu,
og hlýleiki hennar og umhyggja lýsti upp hýbýlin í framnesi. Þau hjón voru
samtaka bæði í smáu og stóru. Starfsgleði, verklagni og alúð lýsti sér í heim-
ilisbrag öllum og búskaparháttum. Heimilislífið var hamingjuríkt, fjölskyldan
öll samtaka og samrýmd. Á heimilinu var einnig Jónína Margrét móðir Guð-
björns og loftur faðir Margrétar og Kristín systir hennar. Og Margrét vakti
yfir öllu, jafnt utan dyra sem innan og gekk til allra verka, vinnusöm, dugleg
og ósérhlífin. Mjólkaði kvölds og morgna og sinnti um heimilið og dýrin sín
stór og smá.
Vináttan við dýrin var áberandi þáttur í fari hennar. Það var eins og rauður
þráður í gegnum hennar líf að dýrunum liði vel. Hvað hún naut þess á björtu
og fögru vorkvöldi að horfa á lambahópana hoppa og skoppa eftir skurðruðn-
ingum og grónum túnum, folöldin á víðavangshlaupi með töglin út í loftið og
kálfana sem einnig brugðu á leik. Hún dáðist að fallegum hestum og þá má
ekki gleyma móðurlegri umhyggjunni fyrir heimiliskettinum og hundinum.
Hún var unnandi söngs og fagurrar tónlistar, kikjulega tónlist með orgelspili
kunni hún að meta. en hljófærið sem var í mestum metum hjá henni var harm-
onikkan, - lék á hana þegar hún var unglingsstelpa.
Margrét unni landinu sínu og íslenskri náttúru og var annt un hag þess og
heiður. Þau hjón gengu í félag eldri borgara sýslunnar á efri árum og m.a. á
þeirra vegum ferðuðust þau um landið, fóru „hringinn“ í einum áfanga og um
alla landsfjórðunga. Hún naut þess sannarlega og dáðist að listaverkum náttúr-
unnar. en fyrst og síðast sló hjartað fyrir heimabyggðina og landeyjarnar.