Goðasteinn - 01.09.2011, Side 196
194
Goðasteinn 2011
Margan ljósan sumardag skartar fjallahringurinn fögru, sér í lagi „Austurfjöll-
in“ og svala björtum höfðum í tærum himinblámanum. Þá er víðsýnt af bæj-
arhlaðinu í framnesi. Og ekki verður náttúrufegurðin síðri á veturna, þegar
mjöllin klæðir landið hvítri breiðu sinni svo langt sem augað eygir. „Blessuð
Austurfjöllin mín“, sagði hún stundum af mikilli tilfinningu, þegar gesti bar að
garði og dáðust af útsýninu.
Ánægjan af því að eiga samneyti við samferðafólk og sveitunga, - allt setti
það mark sitt á umræðuna við hana og samverustundir.
Í Ásahreppi var til langs tíma félagsskapur kvenna sem starfaði í nær 60 ár,
- saumaklúbbur - sem Margrét gekk í um leið og hún flutti í sveitina. Hann skip-
uðu húsfreyjur sveitarinnar sem hittust hálfsmánaðarlega alla vetur og saum-
uðu, prjónuðu og bróderuðu af miklu listfengi og gæddu sér, að sjálfsögðu, á
heimabökuðu bakkelsi, ekki af verri endanum, hjá þeirri sem hýsti fundinn
hverju sinni. Þessara stunda naut Margrét, og að deila geði með konunum í
sveitinni og finna sig tilheyra því góða samfélagi sem ríkti meðal nágrannanna
og samhyggðinni sem slíkur félagsskapur myndar.
Margrét andaðist á heimili sínu 24. október 2010. Útför hennar fór fram frá
Kálfholtskirkju 6. nóvember 2010 og var jarðsett í Áskirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Markús Hjálmarsson frá Lækjarbakka
Markús Hjálmarsson fæddist í Fíflholts-Vesturhjá-
leigu hinn 27. desember árið 1918. foreldrar hans voru
Þórunn Guðmundsdóttir frá Voðmúlastaða-Austurhjá-
leigu í Austur-landeyjum og Hjálmar Jónsson frá döl-
um í Vestmannaeyjum. Þau voru ekki hjón og ólst Mark-
ús upp hjá móður sinni og eiginmanni hennar eiríki
Björnssyni í Vesturhjáleigu, en uppeldisforeldrar eiríks
voru hjónin Ólöf einarsdóttir og einar Gíslason, sem
þar bjuggu, og gekk einar Markúsi í föðurstað. Æsku-
heimili Markúsar var kærleiksríkt myndarheimili sem lagði heilbrigðan grunn
manndóms og menningar þó ekki væri það endilega ríkt af veraldarauði. um
það orti Björgvin Sigurðsson frá Stokkseyri, sem var vetrarmaður í Vestra-Fífl-
holti, þessar vísur, sem urðu Markúsi minnisstæðar: