Goðasteinn - 01.09.2011, Side 197
195
Goðasteinn 2011
Þegar linntu störfin stríð,
staldra ei við ég kunni.
Stökk í vondri vetrarhríð
að Vesturhjáleigunni.
Þar býr fólk með fjör og líf
sem fræddi barnsins hjarta.
Strauk í burtu kuldans kíf
kærleikssólin bjarta.
Markús hitti föður sinn fyrst 16 ára gamall úti í eyjum og hafði góð kynni af
honum og fjölskyldu hans þaðan í frá. Markús eignaðist átta systkini. Af þeim
voru sex samfeðra, þau Þorgerður, Kristín, Jón, Svava, Sveinbjörn og Jakobína,
og lifa þau Jón, Sveinbjörn og Jakobína bróður sinn. Sammæðra systkini hans
sem bæði lifa hann eru þau Vilborg og Sigurður. einnig tilheyrði systkinahópn-
um Ársæll eiríksson, sem er látinn.
Markús ólst upp við hefðbundin sveitastörf. Snemma kom í ljós hversu hand-
laginn hann var og útsjónarsamur við sérhvert verk, og bjó hann ævilangt að
góðri tilsögn sem hann hlaut við smíðar hjá sveitunga sínum, Helga Bjarnasyni í
forsæti. Á unglingsárum sínum tók Markús þátt í sjóróðrum frá landeyjasandi
og sótti frá 16 ára aldri alls sex vertíðir til Vestmannaeyja. Síðar reri hann einn-
ig nokkrar vertíðir hjá Ólafi Bjarnasyni í Gesthúsum á Álftanesi. Hann vann
einnig um tíma sem ungur maður á bílaverkstæði á Hverfisgötu 18 í Reykjavík
og á bílaverkstæði Ræsis, og fylgdi honum þaðan haldgóð verkkunnátta við
vélar og viðgerðir.
Markús kvæntist hinn 23. júní 1944 Þórhildi Þorgeirsdóttur frá Fíflholts-
Suðurhjáleigu, dóttur hjónanna Þorgeirs Þorsteinssonar og Pálfríðar Jónasdótt-
ur. Markús og Þórhildur hófu sama vor búskap í Fíflholts-Vesturhjáleigu, en
nefndu bæinn síðar lækjarbakka. Þau voru samhent hjón, dugmikil til allra
verka og vinnusöm, vinsæl af samferðafólki og sérlega gestrisin. Þau bjuggu
á Lækjarbakka í 20 ár en brugðu búi haustið 1964 og fluttust að Hellu á Rang-
árvöllum. Þar starfaði Markús við smíðar hjá trésmiðjunni Rangá til 1969, er
þau Þórhildur fluttu til Reykjavíkur og settust að á Háteigsvegi 25. Vann hann
áfram við smíðar syðra, lengst á þremur stöðum; á húsgagnavinnustofu Úlfars
Guðjónssonar, í trésmiðju Ólafs og Björns og síðast hjá Völundi uns hann lét af
störfum vegna aldurs. Þórhildur kona hans lést 15. ágúst 1992.
Synir þeirra hjóna eru þrír: Þorgeir er kvæntur Álfheiði Árnadóttur. Börn
þeirra eru Þórhildur, Markús Már, Arna lísbet og lilja Þórunn. Auk þeirra eiga