Goðasteinn - 01.09.2011, Page 198
196
Goðasteinn 2011
þau átta barnabörn. Hjálmar var kvæntur ester Jóhönnu Bjarnadóttur, sem lést
2007. dætur þeirra eru Magnea Guðný, Jóna Björk og Hildur Ýr. Þau eiga átta
barnabörn og þrjú barnabarnabörn. grétar er kvæntur Sigurbjörgu Á. Ólafs-
dóttur. Þau eiga tvo syni, Ólaf og Pétur, og þrjú barnabörn.
Markús var tryggur átthögum sínum, og þau hjón áttu sér sumarbústað í
landi Suðurhjáleigu. Sagnir og fróðleikur gamla tímans fylgdi honum ævilangt,
hann var úrvals-sagnamaður, minnugur á kveðskap og þjóðlegan fróðleik og
var hafsjór af slíku efni. Alla ævi mundi hann bæn í bundnu máli sem hann
lærði barn að aldri af danival Hannessyni (1837-1934), einstæðingsmanni í
Vestur-landeyjum. danival var þá orðinn blindur, hafði verið víða bæjum í
fæðingarsveit sinni, en leið best í vistinni í Vesturhjáleigu. Markús mundi langt
aftur ef mið er tekið af þeim fróðleik er hann nam af þessum öldungi, sem hafði
án efa reynt margvíslegt mótlæti í lífinu, en lét það aldrei buga né brjóta á bak
aftur trúartraust sitt. Bænin er á þessa leið:
„Guð á himnum hjálpi mér
og huggi sálu mína.
Særðan huga sorgin sker
og syndir hjartað pína.
Hvorki ber ég til hug né dáð
hjálp mér sjálfum veita.
einskis nýt eru öll mín ráð
ætti ég þeirra að neyta.
en Jesús minn hefur nóga náð.
Nú vil ég þangað leita.
Hann mun aumur á mér sjá.
Eflaust fæ ég huggun þá
sem bölinu kann að breyta.”
Þessa bæn geymdi Markús ævilangt í farangri sínum og deildi henni með
sínu fólki. Honum var tamt að deila með öðrum, gefa af sér, leggja lið. Ljúflyndi
hans og glaðværð var frá upphafi aðalsmerki hans sem smitaði út frá sér, en
hjálpsemin og greiðviknin voru honum líka í blóð borin. Hann var líka alinn
þannig upp, mótaður af aldagamalli hæverskuhefð kristindóms í fátæku landi,
sem þó bjó við það ríkidæmi, að Jesús hafði nóga náð, og í þeirri náð lifði fólkið
saman, lifði á samheldni og samhug, í trúartrausti til Guðs og tryggð til náunga
síns.