Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 199
197
Goðasteinn 2011
Markús dvaldi síðustu þrjú árin á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, og þar lést
hann hinn 18. október 2010, á 92. aldursári. Útför hans fór fram frá Akureyj-
arkirkju laugardaginn 13. nóvember 2010.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík
Ólafur guðjón Tryggvason, raufarfelli
Hann fæddist 5. júní 1940 á suðurbænum á Rauf-
arfelli foreldrum sínum eiríki tryggva Þorbjörnssyni
frá Skriðdal í Múlasýslu og Kristínu Maríu Guðjóns-
dóttur frá Raufarfelli og var hann þriðja barn þeirra, en
systkini hans eru Ástþór, finnur og Gréta. faðir þeirra
bjó við skerta heilsu þannig að systkinin urðu snemma
að standa að búi eins og fullorðin og það gerði Ólafur
Guðjón samhliða barnaskólanámi. Hann ætlaði að verði
bóndi og eignast góða búkonu.
Það varð. Þau fundu hvort annað hann og Bóel Jón-
heiður Guðmundsdóttir frá Vorsabæ og árið 1961 fóru þau saman á vertíð til
Vestmannaeyja og um vorið hófu þau búskap í vesturbænum á Rauðafelli i, en
á Raufar- og Rauðafellsbæjum með fjöllunum voru margir bæir og fjölmenni
samhentra ættingja og vina.
Þau byrjuðu með lítið bú, Óli og lilla, eins og þau voru kölluð heima, en það
stækkaði og allt utandyra unnu þau saman, jafnvel þannig að Óli sagði að hún
væri bóndinn á heimilinu, en það sagði hann með gleði og stolti yfir að hafa
eignast slíka eiginkonu, sem var allt í senn bóndinn og húsmóðirin, sem vann
allt heima og móðirin sem eignaðist og annaðist börnin, sem fæddust hvert af
öðru og tekið var á móti á Rauðafelli i: Guðný Þórunn, tryggvi Kristinn, Þor-
björg Sigrún, Ástþór ingi og Anna Björk. Jörðin var ræktuð og endurbætt og
fjárhús, fjós og hlaða byggð upp.
Árið 1969, fluttu þau að Raufarfelli, þegar faðir Óla dó og tóku við búinu
þar, sem systkini Óla, finnur og Gréta höfðu verið í forsvari í nokkur ár. Þar
fæddust yngri börnin þeirra: Jón Pálmi, Rósa iris og Katrín Jóna. Börnin 8 voru
ríkidæmi þeirra, sem þau studdu til náms og þroska, en eldri börnin tóku þátt í
þeirri miklu uppbyggingu sem varð á jörðinni ásamt búskapnum, ræktuninni,
heyöfluninni á sumrin og byggingu húsanna: árið 1971 nýtt íbúðarhús og næstu
ár öll útihús byggð upp.
Það var oft langur vinnudagur hjá þeim báðum, en gleði þeirra beggja var