Goðasteinn - 01.09.2011, Page 203
201
Goðasteinn 2011
skóla loknum stóð hugurinn til enn frekari landvinninga og hélt hún til Svíþjóð-
ar hvar hún starfaði um eins árs skeið við umönnun sjúkra í Graninge. dvölin
þar ytra og umönnunarstörfin hafa áreiðanlega átt prýðilega við Sigrúnu enda
tápmikil atorku- og myndarkona, ljúf og trygglynd.
Þegar Svíþjóðardvöl Sigrúnar lauk flutti hún á Hvolsvöll og réði sig til starfa
við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangæinga þar sem hún vann næstu árin.
Síðar réðst hún til starfa sem talsímakona hjá Pósti og síma og starfaði hjá því
fyrirtæki til starfsloka.
Það var einmitt á þessum árum sem náin kynni tókust með henni og elíasi
eyberg Ólasyni frá Skammbeinsstöðum í Holtum, en hann fæddist 26. sept.
árið 1930 og er því nýlega áttræður. foreldrar hans voru Óli Kristinn frí-
mannsson og kona hans Sólveig Þóranna eysteinsdóttir. Sigrún og elías gengu
í hjónaband 30. desember 1956 í kirkjunni hér á Breiðabólstað. Sigrún og elías
eignuðust tvö börn, þau Sólveigu f. 1956 og Pál f. 1959.
Sigrún bjó manni sínum og börnum hlýlegt og fagurt heimili, blómum skrýtt
jafnt úti sem inni. Hún hafði sérstakt yndi af trjá- og blómarækt, raunar hvers
konar ræktun sem var því hún ræktað ekki aðeins skrautjurtir heldur einnig
grænmeti, ávexti og kryddjurtir. Raunar hafði hún ekki aðeins ánægju af allri
ræktuninni, heldur naut hún þess að gefa börnum sínum, vinum og vandamönn-
um stóran hluta uppskerunnar.
Hún lagði sig eftir að læra um jurtir og jurtaríkið, ræktaði fjölbreytta flóru í
görðum sínum og fór víða til að afla nýrra tegunda, kynntist þá gjarnan rækt-
unarfólki víða um land sem hún hélt síðan góðu sambandi við. fingur hennar
voru svo sannarlega grænir og þátt í þessu öllu saman tók elías með glöðu
geði, eins og hans er von og vísa. Þau fengu fjórum sinnum viðurkenningar
fyrir garð sinn í Stóragerði 8 á Hvolsvelli. einnig ræktuðu þau glæsilegan garð
kringum sumarbússtað sinn sem er í landi Kirkjulækjar og þau nefndu Rein.
Útförin fór fram frá Breiðabólstaðarkirkju 15. okt. 2010.
Sr. Önundur S. Björnsson