Goðasteinn - 01.09.2011, Page 204
202
Goðasteinn 2011
sigurlaug guðjónsdóttir frá fögruhlíð
Sigurlaug Guðjónsdóttir var fædd í tungu í fljóts-
hlíð 8. júní 1909. foreldrar hennar voru hjónin þar,
Guðjón Jónsson bóndi og ingilaug teitsdóttir. Hún
var næstelst fjögurra systkina sem auk hennar voru:
Guðrún, Oddgeir og Þórunn. foreldrar og börn voru
ævinlega sem einn maður og tengslin milli þeirra náin
og kær og það einkenndi fjölskylduböndin alla tíð.
Hún giftist 15. nóv. 1934, lífsförunauti sínum Guð-
mundi Guðnasyni frá Kotmúla í fljótshlíð f. 4. októ-
ber 1909. Hann lést 12. september 1998. Þau hófu búskap í Vestmannaeyjum
en vorið 1936 stofnuðu þau nýbýlið fögruhlíð í fljótshlíð og bjuggu þar með
blandaðan búskap til ársins 1990 er þau fluttu á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á
Hvolsvelli. Þau hjón eignuðust fjögur börn, en þau eru ingilaug Auður f. 1935,
Steinunn Auður f. 1937, theodór Aðalsteinn f. 1943 og Guðjón f.1950.
Sigurlaug leit á það sem hlutskipti sitt að helga líf sitt fjölskyldunni og búinu.
Hún var kjölfestan og hlýleiki hennar og umhyggja lýsti upp hýbýlin í förgru-
hlíð. Saman tókust þau hjón á við búskapinn, alltaf samhent og samhuga. Hjá
þeim fór saman að gamlar hefðir voru í heiðri hafðar þar sem ráðdeild og bú-
hyggindi réðu ríkjum, en einnig framfarahugur og framsýni. undir þeirra hendi
varð fagrahlíð að eigulegri jörð með góðri ræktun bæði lands og bústofns.
Sigurlaug vakti yfir öllu, jafnt utan dyra sem innan og gekk til allra verka
með manni sínum, Mjólkaði kvölds og morgna og sinnti um heimilið og búið.
Hún ræktaði stóran blómagarð og hafði mikla gleði af honum og fegurðinni
sem blómaskrúðið bauð upp á. Ræktaði einnig matjurtargarð, tíndi fræ af birki
og greni og öðrum trjátegundum sem hún sáði. Að plöntunum sínum öllum
hlúði hún svo allt dafnaði og þroskaðist í kringum hana. Svo vel að hún hlaut
viðurkenningu Búnaðarsambands Suðurlands fyrir skrúðgarð sinn árið 1982.
Sigurlaug var félagslynd kona og ómetanlegur liðsauki þar sem hún skipaði
sér í sveit. Hún elskaði tónlist, og söngur og ljóð skipuðu veigamikinn sess í lífi
hennar. Hún kunni fjöldan allan af ljóðum, kvæðum og sálmum utanbókar. Hún
hafði fagra söngrödd og söng um árabil með kirkjukór Breiðabólstaðarkirkju.
Hún tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins í Fljótshlíðinni og var þar heiðurs-
félagi til dauðadags. einnig léði hún ungmennafélaginu krafta sína og sérhvert
viðvik sem hún var beðin um var innt af hendi af þeirri samviskusemi sem hún
átti besta.
Hennar gleði var mest í því að hafa fjölskyldu sína, ættingja og vini í kring
um sig. Hún lagði áherslu á að virða hinar gömlu hefðir bændamenningarinn-