Goðasteinn - 01.09.2011, Side 205
203
Goðasteinn 2011
ar, taka fagnandi á móti gestum, lesa góðar og mannbætandi bækur og læra
ljóð okkar bestu skálda. Þrátt fyrir umfangsmikil bú- og heimilisstörf fann hún
tíma til þess að sinna hannyrðum sem léku í höndum hennar, hún prjónaði, og
saumaði út af listfengi. Ótaldar eru þær flíkurnar, stórar og smár sem hún hefur
saumað eða prjónað á afkomendur og vini í gegnum árin.
Hún var gestrisin og góð heim að sækja, jafnan hlý og glöð í bragði. Hún
gerði sem minnst úr eigin afrekum en minnist með hlýju þakklæti, vináttu og
tryggðar allra þeirra sem hún umgekkst, ættingja, vina og sveitunga um farinn
veg.
Sigurlaug lést á Kirkjuhvoli laugardaginn 3. júlí 2010, 101 árs að aldri. Útför
hennar fór fram frá Breiðabólsstaðarkirkju 10. júlí 2010.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
sigurlaug Jónsdóttir frá Bollakoti
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Bollakoti í fljótshlíð
14. september 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík
6. ágúst 2010. foreldrar hennar voru hjónin Arndís
Hreiðarsdóttir húsfreyja frá Stóru-Hildisey í land-
eyjum og Jón Björnsson bóndi frá Stöðlakoti í fljóts-
hlíð. Jón bjó í Bollakoti frá 1903, fyrst með fyrri konu
sinni, Þórunni teitsdóttur, sem hann missti árið 1911.
Saman bjuggu þau Jón og Arndís þar frá 1912 til 1929,
er Arndís lést, og bjó Jón áfram á jörðinni til 1937,
en hann féll frá ári síðar. Sigurlaug var í miðið í hópi fimm alsystkina. Eldri
voru bræðurnir Ragnar og Þorbjörn, og yngri þau Hreiðar og Þórunn. Sigurlaug
átti þrjú hálfsystkini samfeðra. elst þeirra var Halla, sem Jón eignaðist fyrir
hjónaband, og af fyrra hjónabandi hans voru bræðurnir Júlíus og Helgi. Sig-
urlaug átti ljúfar og góðar minningar tengdar uppvexti sínum í Bollakoti, þar
sem samheldni og kærleikur ríkti, og átti hún alla tíð gott samband við systkini
sín. Af þeim lifir Þórunn nú ein eftir.
Sigurlaug missti móður sína um fermingu, og sá hún að mestu um sig sjálf
þaðan í frá. Hélt hún fyrst til Vestmannaeyja og var þar í vistum næstu ár
hjá góðu fólki, og síðar í Reykjavík um nokkurt skeið, uns hún réðst til starfa
við umönnun sjúklinga á landakotsspítala. fékk hún herbergi hjá nunnunum í
landakoti, sem reyndust henni vel, og þar dafnaði trú og trúaráhugi Sigurlaug-
ar í þjónustu kærleikans. Hún kynntist á þessum árum starfi Hjálpræðishersins
og sótti þar samkomur ásamt vinkonum sínum, sem síðar fóru saman á vegum