Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 206
204
Goðasteinn 2011
hersins til Noregs að gæta barna sumarlangt. Átti Sigurlaug góðar minningar
tengdar því sumri og dvölinni í Noregi.
Sigurlaug giftist Sigfúsi Hannesi Ágústssyni hinn 17. maí 1941. Hannes var
Skagfirðingur að uppruna, sonur Sigurlaugar Bjarnadóttur og Hannesar Ágústs
Sigfússonar, en alinn upp í Syðra-tungukoti í Austur-Húnavatnssýslu af fóstur-
foreldrum sínum, Þorgrími Björnssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur, móðursystur
sinni. Þau stofnuðu heimili að Njálsgötu 8b, en áttu í yfir 40 ár heima á Laug-
arnesvegi 104. Hannes var framtakssamur dugnaðarmaður, og saman unnu þau
Sigurlaug að ýmsum verkum sem hann lagði grunn að. Þau framleiddu t.a.m.
gifslampa sem steyptir voru í litlu íbúðinni þeirra í drápuhlíð 6, og þar voru
einnig hnýtt spyrðubönd í vél sem hönnuð var og smíðuð af Hannesi. Hann
stofnaði síðar fyrirtækið Fínpússning sem hann rak fram yfir sjötugt, uns hann
seldi það í hendur syni sínum. Börn Sigurlaugar og Hannesar eru tvö; Ásdís,
gift Gunnari Waage, og Baldur. fyrri kona hans var Sólrún Geirsdóttir, en þau
skildu. Seinni kona Baldurs er Sangiam Phanomkul. Barnabörn Sigurlaugar
eru sex og langömmubörnin átta. Hannes lést síðla árs 1996.
Sigurlaug var var myndarleg húsfreyja sem vann heimili sínu af dugnaði og
ástríðu, var vandvirk og smekkleg hannyrðakona, og ekki ofsagt að allt hafi
leik ið í höndum hennar. Hún saumaði flíkurnar á fjölskylduna fyrr á árum,
eins og þá tíðkaðist, prjónaði skjólflíkur; peysur, sokka og vettlinga, og saum-
aði síðar út, þegar næði gafst, og veitti sú iðja henni mikla ánægju. Hannyrðir
Sigurlaugar reyndust einnig vel vandalausum, því árum saman styrkti hún starf
Rauða krossins og prjónaði af miklu kappi á árlegan basar samtakanna. Þau
Hannes voru meðal stofnenda Kvöldvökufélagsins ljóðs og sögu, og einnig
söng Sigurlaug lengi í Kvöldvökukórnum. einnig voru þau hjónin ferðaglöð og
fóru margar ferðir innan lands og utan í hópi góðra vina, m.a. á slóðir Vestur-
Íslendinga í Kanada og til landsins helga, að ógleymdum ferðum vítt um evr-
ópu.
Útför Sigurlaugar fór fram frá fossvogskapellu 17. ágúst 2010. Hún hvílir í
Gufuneskirkjugarði.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík