Goðasteinn - 01.09.2011, Side 207
205
Goðasteinn 2011
Teitur sveinsson frá grjótá
teitur Sveinsson fæddist á Grjótá í fljótshlíð 24.
janúar 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Kumb-
aravogi á Stokkseyri 3. apríl 2010 en þar hafði hann
dvalið í um tvö ár. foreldrar hans voru Sveinn teits-
son, f. 23. ágúst 1879, d. 28. september 1955, bóndi á
Grjótá í fljótshlíð og Vilborg Jónsdóttir, f. 28. mars
1888, d. 31. mars 1966, húsfreyja á Grjótá og síðar á
eyrarbakka. Systkini teits voru a) ingunn f. 7. maí
1911, d. 23. febrúar 2009, b) Þórunn, f. 27. febrúar
1913, d. 4. mars 1914, c) Valgerður, f. 18. apríl 1921, d. 4. október 2005 og d)
Helga, f. 8. október 1925, d. 30. október 1992.
Teitur flutti ásamt móður sinni til Eyrarbakka árið 1956. Þar bjuggu þau í
Stíghúsi en árið 1966 flutti hann að Ásabergi á Eyrarbakka.
Á eyrarbakka stundaði teitur vinnu til sjós og lands. Hann var um tíma
við störf á kaupfélagsverkstæðinu á Selfossi en vann þó lengst af í frystihúsinu
á eyrarbakka.
teitur var minnugur allt fram til hins síðasta eins og hann átti ættir til að
rekja - gat rifjað upp löngu liðna atburði og æskuminningar úr fljótshlíðinni,
sagði þaðan margar skemmtilegar sögur af mönnum og málleysingjum. Hann
fylgdist afar vel með því sem var að gerast nú á tímum, hlustaði á útvarp og
fylgdist með fréttum. Hann las mikið einkum alls konar þjóðlegan fróðleik og
gat farið með heilu kvæðabálkana og sálmana nánast án þess að reka í vörðurn-
ar fram til hins síðasta. teitur var góður smiður og hafði gaman af að gera ýmsa
smáhluti úr afgangsefni sem honum lagðist til. Gerði mikið af litlum amboðum,
orfum og heyhrífum.
teitur var heldur fáskiptinn og hlédrægur maður sem ekki fór, en hafði gam-
an af að spjalla við fólk þá þegar það gafst.
Hann settist að á Sólvöllum, dvalarheimili aldraðra á eyrarbakka, um 1990.
Hann fluttist að Kumbaravogi vorið 2008.
Útförin fór fram frá Hlíðarendakirkju 10. apríl 2010 kl. 14.
Sr. Önundur S. Björnsson