Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 208
206
Goðasteinn 2011
Yngvi Þorsteinsson frá drangshlíðardal
Guðjón Yngvi Þorsteinsson fæddist í drangshlíð-
ardal undir Austur-eyjafjöllum 18. maí 1935. for-
eldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jónsson, bóndi og
húsasmíðameistari, sem fæddur var í drangshlíðardal
og Þorbjörg Guðjónsdóttir, húsfreyja, frá Raufarfelli í
sömu sveit. eldri albróðir yngva, er Jón dalmann, og
samfeðra yngri hálfsystir hans er erla. Móðir hennar
er Guðrún Sigurðardóttir. Bæði eru þau systkinin fjöl-
skyldufólk og eiga afkomendur.
yngvi ólst upp við öll venjubundin bústörf og kynntist mörgum af gömlu
starfsháttunum sem nú er horfið í gleymsku. Föðurforeldrar hans voru á æsku-
heimilinu, og af þeim nam hann margt úr hugarheimi og sagnasjóði gamla tím-
ans, sem hann glataði aldrei. Stórbrotin fegurð náttúrunnar undir eyjafjöllum
var fyrir augum hans frá fyrstu tíð, Skógáin niðar við túnfótinn og Skógafoss-
inn, hinn voldugi nágranni talar sínu máli um ríkuleg vatnsból jöklanna að baki
byggðinni. Aldrei urðu þessar gersemar hversdagslegar í huga yngva, og alla
ævi var hann mikið náttúrubarn, og undi sér best utan dyra. ungur kynntist
hann sjóróðrum undan eyjafjöllum, sem lögðust af undir miðja 20. öld. Hann
stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal veturinn 1955-́ 56 og bjó ævilangt
að þeirri dvöl. Hann vann síðan ýmis störf, m.a. á vinnuvélum og við smíðar og
miðstöðvarlagnir með föður sínum. Yngvi lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðn-
skólanum á Selfossi 1960, fór þá á samning hjá föður sínum og á trésmíðaverk-
stæði í Vestmannaeyjum.
yngvi kvæntist á Þorláksmessu 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðlaugu
Sæmundsdóttur frá Heylæk í fljótshlíð, dóttur hjónanna Guðlaugar einarsdótt-
ur húsfreyju úr Reykjavík og Sæmundar Úlfarssonar bónda frá fljótsdal. yngvi
og Guðlaug stofnuðu heimili í Eyjum og bjuggu þar uns þau fluttust um miðjan
7. áratuginn að Hellu. Þau fluttust í Kópavog 2003 en ári síðar að Hvassaleiti 6
í Reykjavík og áttu þar heima síðan. dætur þeirra eru þrjár. elst er guðlaug,
sem býr með Steinari Gíslasyni. Sonur hennar og einars inga Magnússonar er
Magnús yngvi. Í miðið er Þorbjörg, sem býr með davíð Sigurðssyni. Sonur
davíðs er Sigurður Már. yngst er elín. Kona hennar er Guðrún S. Helgadóttir.
Sonur þeirra er Gunnlaugur yngvi.
Eftir að Yngvi og Guðlaug fluttu að Hellu starfaði hann áfram við trésmíðar,
en keypti byggingakrana 1975 og starfrækti hann við virkjanirnar á Þjórsár- og
á Tungnaársvæðinu. Síðar festi hann kaup á vörubíl með krana og flatvagni sem
hann rak lengi.