Goðasteinn - 01.09.2011, Side 209
207
Goðasteinn 2011
Yngvi vann fleiri störf, ók skólabíl nokkra vetur og starfaði sem húsvörður á
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu lundi á Hellu. Hann var virkur í verkalýðs- og
réttindabaráttu stéttar sinnar, starfaði með slökkviliði Rangárvalla og tók þátt
í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Hann var í fararbroddi þeirra sem
stóðu að endurbyggingu gömlu sundlaugarinnar að Seljavöllum undir eyjafjöll-
um, og var virkur í starfi Leikfélags Rangæinga um árabil og smíðaði leikmynd-
ir félagsins. yngvi var mannblendinn og félagslyndur, bindindismaður á áfengi
alla ævi, ræðinn og skemmtilegur í viðkynningu, og kímnigáfan brást honum
aldrei. Hann hafði mikla ánægju af kveðskap, kunni ógrynni vísna og kvæða
sem hann greip oft til og var fljótur að finna í huganum hendingu sem hæfði til-
efninu hverju sinni. yngvi var ferðaglaður göngugarpur, og Veiðivatnaferðirnar
voru líf hans og yndi, en þangað fór hann reglulega til veiða árum saman.
yngvi átti lengi við nýrnasjúkdóm að stríða, og síðustu árin þjakaði hann
lungnasjúkdómur, sem rekja mátti til mengunar af völdum asbests, sem var
algengt byggingarefni fyrr á árum. Hann lést á landspítalanum við Hringbraut
eftir tveggja mánaða sjúkdómslegu á föstudaginn langa, 2. apríl 2010. Útför
hans fór fram frá Áskirkju 16. apríl og var hann jarðsettur í Gufuneskirkju-
garði.
Sigurður Jónsson
Ásprestakalli, Reykjavík
Vilborg sigurjónsdóttir, Hvassafelli.
Hún fæddist að Núpakoti 8. nóvember 1930 foreldr-
um sínum, Sigurjóni Þorvaldssyni frá Þorvaldseyri og
Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Hlíð. Hún var næst elst
sex systkina. eftirlifandi eru Guðjón, Karl og Sigurð-
ur, en látnir á undan henni Björn og Þorvaldur.
Bogga lærði snemma öll verk móður sinnar, inn-
an dyra og utan, þar sem allt þurfti að vinnast heima til
matar og bjargar, ásamt því að standa jafnfætis bræðr-
um sínum við vinnu. Þetta mótaði lífsviðhorf hennar
að vera jafnvíg til allra verka úti og inni og vera sjálfri sér og sínum nóg.
eftir barnaskólanám með hæstu einkunn sótti hún nám í ingimarsskól-
ann í Reykjavík og lauk þar Landsprófi á öðru ári, sem þótti mikið námsafrek.
Og nýtrúlofuð kærasta sínum Páli Magnússyni frá Steinum hóf hún nám í hús-
mæðraskólanum í Reykjavík, en gat aðeins lokið seinni önn skólans, sem hún
var þá ekki alveg sátt við, því á fyrri önninni var kennt að taka slátur. Þeirri önn
lauk hún áreiðanlega með hæsta meistaraprófi á ævi sinni heima.