Goðasteinn - 01.09.2011, Blaðsíða 210
208
Goðasteinn 2011
Við tóku árin þeirra Páls og Vilborgar, fyrst í litlu húsrými að Steinum 1 hjá
bróður Páls og konu hans, Sigurbergi og elínu. Þau giftu sig á jólum 1952 og
upp frá því urðu jóladagarnir stærsta hátíð fjölskyldunnar, þar sem bænheyrsla
og lífshamingja þeirra tveggja tengdist, þau tvö alltaf eins og eitt í starfi sínu og
lífi, með gagnkvæmri virðingu, kærleika og ást.
fyrstu börnin þeirra fæddust að Steinum 1, Guðlaug, Bergur og elín. Sam-
hliða stofnuðu þau nýbýlið Hvassafell út úr jörðinni að Steinum 1 og byggðu
upp öll útihús og íbúðarhúsið, sem þau fluttu inn í 1956. Þar fæddust hin börnin
þeirra, Rútur, Sigurjón, Jón Þormar og Páll Magnús. Hvernig þetta var hægt,
er erfitt að skilja, þó nálægt sé í tíma. En það tókst með vinnu þeirra beggja
og barnanna, svo fljótt sem þau gátu lagt þeim lið og með samhjálp sveitunga
við byggingarnar, eins og þekkt var hér undir fjöllum. Búið stækkaði smátt
og smátt og Páll sótti vinnu víðsvegar að heiman og þá var Bogga sannarlega
bóndi og bústólpi heima og því vel virt. Þessi bústólpi var Bogga alla ævi. Hún
fór í verkin utandyra með manni sínum, að mjólka og gefa og á sumrin að raka,
jafnframt húsmóðurstörfunum, sem svo oft voru unnin þegar aðrir sváfu. Og
með börnunum þeirra voru alltaf tvö til þrjú sumarbörn, sem tengdust þeim og
síðan ættingjar og gestir, sem þótti gott að sækja þau tvö heim. Þegar börnin
þeirra fóru til náms í skóla, var Bogga besti kennarinn þeirra, sem fór yfir
námsefnið með þeim, útskýrði og hlýddi yfir.
Jafnframt þessu lagði Vilborg mikið til félagsstarfsins í sveitinni, var dug-
mikil kvenfélagskona, sem hlífði sér ekki við bakstur og að leggja góðum mál-
efnum lið, var í sóknarnefnd þessarar kirkju og spilaði keppnisbridge frá því
bridgefélagið var stofnað og mundi spilin næstu daga í umræðunni um hvernig
til hefði tekist. Allt þetta er hér þakkað.
eftir að börnin höfðu farið til náms eða stofnað sín heimili sótti Bogga
vinnu útífrá í sláturhúsi á haustin og í mörg ár vann hún við ræstingar í Hér-
aðsskólanum í Skógum. yngsti sonur þeirra, Magnús kom heim að námi loknu
og tók við búi foreldra sinna 1991, en Páll og Vilborg nutu þess að taka á móti
barnabörnum sínum, ættingjum og vinum og að leggja af mörkum til barnanna
sinna og annarra vina og ættingja, silung úr Holtsós, slátur og kjöt frá hausti
með garðávöxtum, ásamt því sem bakað var og síðan að gleyma ekki afmæl-
isdögum barnabarnanna með glaðningi og afmælisgjöf.
Páll andaðist 8. mars 1998. Bogga hafði sjálf greinst með krabbamein nokkr-
um árum áður, en var þegar frá því veikin greindist staðráðin í að sigra, eins og
hún hafði alltaf sigrað viðfangsefni lífsins, sem hún tókst á við. Hún hélt heimili
með Magnúsi þar til hún flutti á Hvolsvöll 2007, þegar hún keypti sér þar lítið
einbýlishús að Njálsgerði 15 og kom upp sínum garði þar. Það breyttist ekkert