Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 211
209
Goðasteinn 2011
í fari hennar, markviss við störfin og vildi enga utanaðkomandi hjálp, keyrði
bílinn til allra sinna ferða og var sjálfri sér nóg. Það hallaði þó undan í barátt-
unni, en hún gaf ekkert eftir og hélt sjálfstæði sínu allt til hins síðasta. Hún fór
á sjúkrahús Suðurlands á Selfossi 21. október og andaðist þar 4. nóvember.
Útför hennar fór fram frá eyvindarhólakirkju 13. nóvember.
Sr. Halldór Gunnarsson.
Þorleifur Kristinn guðmundsson
Þorleifur Kristinn Guðmundsson fæddist á Þverlæk
í Holtum 4. ágúst 1932. foreldrar hans voru hjónin þar
Guðmundur Kristinn Þorleifsson og Guðrún Guðnadóttir.
Bróðir Þorleifs er Guðni Guðmundsson. Hann ólst upp í
foreldrahúsum á Þverlæk og eftir hefðbundna barnaskóla-
göngu, fór hann í íþróttaskólann í Haukadal.
eiginkona hans var Margrét Pollý Baldvinsdóttir f.
6. september 1931 en þau gengu gengu í hjónaband 24.
febrúar 1956. Börn þeirra eru 4, þau Guðrún Svandís
Þorleifsdóttir f. 1958, fjóla Jóna f. 1960, Kristín Björk f. 1966 og Guðmundur
Guðjón f. 1969.
Þorleifur og Pollý bjuggu alla sína búskapartíð í Reykjavík, lengst af í
Hvassaleitinu og Núpabakkanum þar sem börnin nutu sinna bernskuára. Þor-
leifur lærði húsasmíði og lauk árið 1964 meistaraprófi í þeirri grein frá Iðn-
skólanum í Reykjavík og vann alla sína starfsævi við húsasmíðar. Sem slíkur
kom hann að húsasmíðum víða, þó aðallega austur í Rangárvallasýslu og í hér
í Reykjavík.
Hann var verkhagur hið besta, lagni hans og vinnusemi við brugðið. Holl-
ustan við verkið og smíðarnar sem fyrir lágu hverju sinni var sett framar flestu
öðru og hafði hann öryggi sitt og vinnufélaga ævinlega í fyrirrúmi. Hann starf-
aði ötullega fyrir trésmíðafélagið og var m.a. í trúnaðarmannaráði þess um
árabil.
en hagur fjölskyldunnar var þó í öndvegi. Var alltaf til staðar fyrir börnin
sín, ráðlagði, studdi, veitti öryggi og skjól. Hann lagði upp úr stundvísi, að þau
stæðu við gefin orð og því að þau væru sjálfbjarga, og var góð fyrirmynd að
hollu og heilbrigðu líferni. Hann stundaði sjálfur frjálsar íþróttir og glímu á
yngri árum og var einnig góður sundmaður og hafði gaman af og fylgdist af
áhuga með öllum íþróttum.
Þorleifur var ekki einn, hann og Pollý voru sérlega samhent og samstíga í