Goðasteinn - 01.09.2011, Page 212
210
Goðasteinn 2011
öllu lífi. Saman byggðu þau sannkallaðan unaðsreit fyrir fjölskylduna á skika
úr landi Þverlækjar og nefndu Þverbrekku. Þangað lágu mörg sporin og þar var
unnið af miklum áhuga og natni við að byggja upp bústaðinn og hafa hann sem
vandaðastan og gróðursett tré til skjóls og prýði. Öllu var haldið vel við og hlúð
að hverri plöntu.
Þorleifur var frændrækinn og vinafastur, hafði ekki mörg orð um hlutina en
gjörðirnar og verkin hans töluðu sínu máli og var sínum nánustu einstaklega
ástríkur og umhyggjusamur. Hann var ósérhlífinn, traustur, heill og sannur sem
aldrei brást, bóngóður og greiðvikinn. Naut sín með glöðum á góðri stund, vin-
ur góður og húmoristi.
Þorleifi voru sköpuð þau örlög að þurfa að takast á við þungbær veikindi síð-
ustu árin. Pollý stóð við hlið hans eins og klettur, trú því heiti sem þau ung gáfu
hvort öðru á giftingadegi sínum að elska og virða hvort annað í blíðu og stríðu
og í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur að höndum bera. Kærleikur, virðing
og vinátta þeirra hjóna til hvors annars á lífsvegferðinni hefur verið ómetanlgt
fordæmi og veganesti fyrir börnin þeirra og afkomendur alla.
Þorleifur lést þann 5. júlí 2010. Útför hans fór fram frá Grensáskirkju 14. júlí
2010 og var hann jarðsettur í Hagakirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Þórunn guðjónsdóttir frá Tungu í fljótshlíð
Þórunn Guðjónsdóttir fæddist hinn 11. ágúst 1911.
foreldrar hennar voru hjónin í tungu, ingilaug teits-
dóttir og Guðjón Jónsson. Hún var yngst af fjórum
börnum hjóna en þau voru: Guðrún, Sigurlaug og
Oddgeir f. 1910.
Þórunn ólst upp í foreldrarhúsum og við hlið systk-
ina sleit hún barnskónum. Á heimilinu var mikið sung-
ið og farið með ljóð og vísur og teyguðu börnin það
allt með móðurmjólkinni og það fylgdi þeim öllum að
kunna ógrynni laga og ljóða, ekki síst Þórunn sem sýndi frá fyrstu tíð að hún
var vel gefin, minnug og efnileg ung stúlka, þó smávaxin væri.
Á unglingsárum fór hún í kaupavinnu á sumrin á ýmsa bæi í fljótshlíðinni og
víðar á Suðurlandi og um tvítugsaldurinn var hún við störf í Vestmannaeyjum
einn vetur, hafði áður verið um tíma í Hafnarfirði og hélt þangað á ný og var
innanbúðar líkt og það var kallað í hannyrðaverslun í nokkur ár. Þegar Skógrækt
ríkisins hóf starfsemi sína á tumastöðum réði hún sig þangað og hafði þar að-
stöðu. Hún var ráðskona á veturna en vann úti við í skógræktinni á sumrin.