Goðasteinn - 01.09.2010, Page 35

Goðasteinn - 01.09.2010, Page 35
33 Goðasteinn 2010 rækt og grunnt á grjóti, þær rétt löfðu uppi. Nú gekk upp lítils háttar gola og skipti þá engum togum að gæsirnar lögðust út af, hver af annarri, líkt og þær vildu sofa. Það var ekki gæfulegt ástand. Í birtingu flugu ótal ekta gæsir yfir okkur, heilar ættir. Þessar ósviknu gæsir vildu ekki setjast hjá gæsum sem ultu og lái ég þeim það ekki. Þær flugu hátt og var tæpast á þær skjótandi. Samt skutum við ósköpin öll en meira í fári en af skyn semi. Félagi minn skaut einu skoti úr rússneskri einhleypu, hægt en örugglega. Ég skaut tveim skotum úr Winchester tvíhleypu trésmiðsins nágranna míns, undir-yfir, fágætt vopn. Tann læknirinn bunaði fjölda skota úr óstöðv andi grip sjálfvirkum. Ekki þurfti nema halda gikk num þá streymdu skotin frá honum eins og væri hann að berjast til síðasta manns. Þetta er ólögleg byssa. Enginn okkar hitti neitt. Við skotin virtust ósviknar gæsir loftsins verða enn ófúsari að setjast hjá plast gæsunum og virtu þær ekki viðlits. Var nýræktin þó iðjagræn og girni leg, hélt ég, fyrir gæsir. Tannlæknirinn var alveg saltvondur yfir ótætis plastgæsunum sem ekki feng- ust til að standa uppréttar á pinnunum eins og al menni legar plastgæsir gera. Þegar albjart var orðið gáfumst við því upp á nýrækt inni. Ljóslega var engin von um veiði þar og óðara vorum við komnir á bílnum eitthvert annað þar sem við lentum í nokkurs konar fenjalandi. Við óttuðumst þó ekki að sökkva þótt við værum í ná munda við árósana því að við þræddum jeppaslóð. Þarna voru stórar mýrar og kargaþýfi víða en sums staðar skurðir. Tannlæknirinn var allt í einu horfinn, hann hafði vaðið út í ein hverjar blár. Hann er mikill íþróttamaður þótt á sextugsaldri sé. Þarna öslaði hann vatnið fram og aftur. Þar var eins og við værum með vitfirring með okkur. Unglæknarnir tveir voru engir veiðimenn. Þess vegna héldum við kyrru fyr- ir og fengum okkur kaffi af brúsanum. Engin mjólk, það var svart. Brúsinn var úr stáli, óbrjót andi ferðabrúsi. Við vorum með bílinn við sandöldu og þorðum ekki að hreyfa hann af ótta við að fæla upp allar gæsirnar fimm hundruð sem tannlækn irinn vildi skjóta. Til að drepa tímann sagði ég félaga mínum frá draumi sem mig hafði dreymt rétt áður en ég vaknaði til ferðarinnar. Ég hafði séð ís björn vera að éta kind. Sótti hreindýrariffil og miðaði en vissi ekki að birnirnir voru tveir. Meðan ég var að skjóta kom hinn björninn og beit sundur í mér hrygginn. Ég gat ennþá fundið andardrátt hans og heyrði reiðilegt kumrið. „Já. Það eru blóðþrýstingsmeðulin sem valda þér svona drauma rugli,“ sagði félagi minn, lítt snortinn af sögunni. „Hefur þú ekki verið að taka Inderal?“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.