Goðasteinn - 01.09.2010, Page 49
47
Goðasteinn 2010
þeim var úthlutað. Nemendur greiddu sjálfir fyrir þau gögn sem þau fengu í
skólanum. Skóladagurinn var vel skipulagður og nemendur vissu alltaf hvað
var framundan. Óskar man þó ekki eftir því að þau hafi fengið stundatöflur.
Uppröðun í skólastofunni var
þannig að stelpur sátu öðru meg-
in en strákarnir hinu megin og var
reynt að láta jafnaldra sitja saman.
Stelpur og strákar sátu aldrei sam-
an. Borðum var raðað þannig að
tveir og tveir sátu hlið við hlið og
snéru borðin að töflunni. Nemend-
ur fóru með bækur í skólatöskum á
milli heimilis og skóla, því það var
alltaf sett fyrir og ætlast til að þeir
lærðu heima.
Elstu nemendurnir æfðu leikrit
hjá Halldóri og Katrínu konu hans,
sem svo var sýnt fyrir foreldra og
gesti. Selt var inn á þessa skemmtun og ágóðinn notaður í skólaferðalag, sem
farið var í að vori. Óskar man vel eftir ferðalaginu sem hann fór í, en þá var
farið að Gullfossi og Geysi. Farið var með rútu, sem var áætlunarrúta og gist
eina nótt. Einhverra hluta vegna þurfti bílstjórinn að fara til Reykjavíkur og
þess vegna fóru nemendur í óvænta ferð til höfuðborgarinnar. Þar voru söfn
heimsótt t.d. Náttúrugripasafnið og Þjóðminjasafnið. Einu skiptin sem foreld-
um var boðið í skólann var þegar þessar sýningar voru, annars voru lítil sem
engin samskipti við heimilin.
Á vorin voru tekin próf í öllum námsgreinum og þá komu nemendur, sem
fengu kennslu í Hlíðarendakoti, í Fljótshlíðarskóla og tóku prófin á sama tíma.
Það er Óskari minnisstætt í einu prófanna þegar spurt var hvar úlfaldar héldu
sig og svarið var eyðimörk að einn nemandi freistaði þess að kíkja á hjá öðrum
og sá greinilega ekki nógu vel og skrifaði eyrnamergur ! Skóladagurinn gekk
yfirleitt vel og ekki var mikið um agavandamál. Sumir settu teiknibólu í sæti
kennarans og voru með smávægileg prakkarastrik, en oftast fóru menn eftir
fyrirmælum og voru prúðir og stilltir. Það kom þó fyrir að nemendur voru erf-
iðir og þá fóru þeir stundum heim og komu jafnvel ekki meir það sem eftir var
skólaskyldunnar, en það voru undantekningar.
Óskar fór tvisvar sinnum á sundnámskeið til Hveragerðis á vegum skólans.
Hann fór fyrst sumarið sem hann var 15 ára gamall (1941) og líka sumarið
Mynd úr vinnubók Óskars af uppröðun
í skólastofunni