Goðasteinn - 01.09.2010, Side 63

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 63
61 Goðasteinn 2010 lögum sem maður heyrði seinna í útvarpi. Einnig átti hann plötur með dæg- urlögum þeirra tíma sem heyrast ekki framar. Fáein lærði maður að raula. Þau voru með erlendum texta, dönskum eða þýskum að ég held. Ég hef stundum sagt það að fyrstu tónleikarnir sem ég hefi verið á hafi verið haldnir úti á hlaði í sveitinni heima. Það var aðkomumaður sem sat uppi á vegg gömlu skemmunnar austur á hlaði og spilaði á harmóniku. Unga fólkið og krakkarnir af báðum bæjum höfðu safnast í kringum hann og hlustuðu hug- fangnir á tónlistina. Það var yndislegur sumardagur þegar þetta var. Eitt af því sem tilheyrði vorverkunum var að stinga út skánina úr ærhúsum og öðrum fjárhúsum. Sauðataðið eða skánin, eins og sagt var í daglegu tali, var aðaleldsneyti á þessum árum. Gott þótti samt að eiga kol "í augað" eins og oft var sagt. Fjárhús voru stungin út í þurru veðri og tjaldað þeim mannskap sem til var hverju sinni. Einn sá um að stinga skánina með pál í hæfilega stóra kekki sem hinir kepptust við að bera út á hól. Þegar þurrviðri var voru kekk- irnir svo klofnir með hníf í hæfilega stórar flögur og breiddar út til þess að þær þornuðu. Þetta var gjarnan verk húsmóður. Þegar flögurnar fóru að þorna voru þær reistar upp tvær og tvær saman. Þannig urðu til heilar skánaborgir. Það fór auðvitað eftir tíðarfari hvernig gekk að þurrka skánina. Þegar hún fór svo að þorna betur var hún oft sett í smáhrauka á túninu. Þegar skánin var orðin alveg þurr var hún tekin saman og var venjulega látin aftur við fjárhúsið. Þar var henni hlaðið í einn stóran hrauk sem gerður var á mænir settar járnplötur yfir og farg þar ofan á til þess að varna foki. Þegar skán var að þorna á túnum var oft sagt að hægt væri að fara að "hreykja" henni. Ég segi frá þessu til þess að sýna að með breyttum atvinnuháttum hverfur málfarið sem þeim tilheyrði. Upp úr miðjum maí hófst sauðburður og var gengið til kinda á hverjum degi á meðan hann stóð yfir. Þann starfa hafði bróðir minn á hendi og annaðist hann af mikilli umhyggju og nærfærni enda vel fjárgöggur. Bóndinn í austur- bænum var fjarskyldur ættingi móður minnar. Hann var fjármaður góður og afburðaglöggur á sauðfé og raunar margt annað. Hann var gæddur mjög góðri athyglisgáfu og sérlega góðum frásagnarhæfileikum. Hesta átti hann góða og kunni vel með þá að fara. Um eitt skeið átti hann frábæran og fallegan rauðble- sóttan gæðing sem mun hafa verið nokkuð þekktur í sveitinni og ef til vill utan hennar. Það er sjálfsagt að hafa það í huga að á þessum árum var að miklu leyti ferðast um á hestum. Bróður mínum og frænda hans og nágranna varð oft skrafdrjúgt um sauðfé, réttir og svo annað sem þeir höfðu sameiginlegan áhuga á. Ég man það að sem barn þagði ég oft og hlustaði á tal þeirra. Svo kom að því að setja niður kartöflur og sá rófufræi. Ég get ekki stillt mig um að geta þess hvað rófurnar heima voru góðar. Móðir mín fékk fræið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.