Goðasteinn - 01.09.2010, Side 66
64
Goðasteinn 2010
frá atviki sem henni var minnisstætt. Einhverju sinni þegar hún var kúasmali
var hún að reka kýr nálægt hólnum. Tók hún þá allt í einu eftir því að innan um
kýrnar er kominn ókunnugur kálfur sem hún kannaðist ekki við. Ekki löngu
seinna þegar komið var fram hjá hólnum var kálfurinn horfinn og sást hvergi.
Tekið skal fram að þessi frænka mín var mjög glögg og eftirtektarsöm. Uppi á
Hulduhól er rúst eða ummerki af kofatóft. Svo heyrði ég sagt að eitthvað hafi
orðið endasleppt hjá þeim sem ætluðu að hafa þarna gripahús. Haglendi var að
mestu votar mýrar sums staðar blautar og illar yfirferðar. Þeim var skipt af lág-
um þýfðum hólabörðum, sem kallaðir voru rimar. Vel mætti álíta að þetta hafi
verið sviplaust land en svo er ekki. Mýrin var gædd sterkum litbrigðum hinna
ýmsu árstíða og þar þreifst hinn fjölbreyttasti gróður sem fyllti loftið angan á
hlýjum sumardögum. Ennþá man ég sterkan blóðbergsilminn. Á flóðum og
tjörnum syntu álftir, endur og margs konar aðrir fuglar. Það verptu margar
tegundir þeirra þarna í mýrinni. Þetta landslag átti sér sín örnefni eins og alls
staðar annars staðar. Ég tek nokkur dæmi svo sem: Langirimi, Svörtubakkar,
Skyggnir, Magnúsartóft, Hreiðartóft, Flóðhólar, Ásgeirsholt, Hulduhóll, Sels-
rof, Brúnir og Þverbrúnir. Gömlu kvíar voru stuttan spöl norðan við vesturbæ.
Það voru kofarústir frá þeim tíma þegar fráfærur tíðkuðust. Sumir staðir þess-
ara örnefna hafa nú verið sléttaðir út og sjást ekki lengur. Mikinn þátt í því að
svo er, er sá að allt land þarna er hægt að slétta út og rækta. Landeyjar eru víst
eina sveit þessa lands þar sem ekkert grjót finnst nema aðflutt, að undanskil-
inni möl í árfarvegum.
Það vakti undrun hve tiltölulega stórum steinum og hellum menn höfðu
viðað að sér á fyrri tíð. Ég man sérstaklega eftir því í þessu sambandi að fyr-
ir framan hlöðuna á mínum bæ var steinn sem barðir voru á þorskhausar og
hertur fiskur. Ég man líka eftir grjóti sem notað var í hleðslu. Það voru steinar
sem hlaðið var í kálgarðshlið austan við austurbæ. Venjulega voru þeir teknir
úr hliðinu á vorin þegar verið var að bera áburð í garðinn en var síðan vandlega
hlaðið þar aftur að verki loknu. Mig minnir að ég heyrði það sagt, að þetta grjót
væri úr grunni kirkju eða bænahúss sem verið hafði í Hildisey á sínum tíma.
Nú eru steinar þessir löngu týndir eins og flest hið aðflutta grjót svo sem fiska-
steinninn og bæjarhellurnar. Mikið af hellum var líka notað í árefti á bæjar- og
gripahús áður en bárujárnið kom til sögunnar.
Á vorin var dyttað að ýmsu sem þurfti lagfæringar við. Það voru stungnir
kekkir í mýrinni. Þeim var staflað upp í borgir eða kastala er voru látnir standa
til hausts að þeir voru notaðir til vegghleðslu. Okkur krökkum þótti stundum
gaman að leika okkur í kekkjaborgunum en það vakti nú ekki hrifningu hjá
þeim fullorðnu.