Goðasteinn - 01.09.2010, Side 111

Goðasteinn - 01.09.2010, Side 111
109 Goðasteinn 2010 inlegt með því sem þreifst á Íslandi en í hugsanlegum upprunalöndum þeirra í Skandinavíu. Einnig eru minjar um heiðinn norrænan átrúnað afskaplega fáar hérlendis, sé tekið mið af því að einungis ríflega 320 kuml hafa fundist16 þótt talið sé að á milli 30 og 40 þúsund manns hafi sest að hér áður en kristni var lögtekin. Þó svo að kerfisbundin leit að kumlum hafi enn ekki farið fram á Íslandi er ólíklegt að ófundin kuml skipti tugum þúsunda. Líklegra má telja að stór hópur landnema hafi þegar við landnámið tileinkað sér kristnar venjur eða jafnvel horfið í miklum mæli frá iðkun hins heiðna, þrátt fyrir að kristnin hafi ekki verið lögleidd sem ríkistrú fyrr en síðar. Í það minnsta má gagnrýna þær alhæf- ingar sem lagðar hafa verið fram um einsleitan hóp heiðinna manna sem settust hér að á íslenskri víkingaöld. Í þessu samhengi er einnig rétt að minnast á fjórar rómverskar myntir sem fundist hafa á austur og suðurhluta landsins en þær voru slegnar á 3. öld eft- ir Krist. Myntirnar hafa hingað til verið álitnar algjör ráðgáta, vegna þess að Ísland var jú ekki numið fyrr en um 500 árum eftir að þær voru slegnar. Þar að auki hafa rómverskar myntir sjaldan eða aldrei fundist í fornleifafræðilegu samhengi á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar hafa slíkar myntir, nokkrar stakar og einn sjóður, fundist á norðanverðum Bretlandseyjum og Írlandi þar sem norrænir víkingar höfðu viðkomu. Á Írlandi hafa þessar myntir verið túlk- aðar sem tákn um snemmbúin samskipti á milli íbúa Rómaveldis og Bretlands- eyja.17 Í stað þess að líta á fund myntanna hérlendis sem ráðgátu, má alveg eins túlka þá sem merki um sambærileg samskipti á milli víkinga og íbúa Írlands. Sjóðir og myntir gátu varðveist svo öldum skipti innan fjölskyldna eða eþnískra hópa og þannig orðið að erfðagóssi. Þess konar verðmæti gátu því auðveldlega hafa borist hingað til lands með þeim sem settust hér að eftir viðkomu á Bret- landseyjum eða Írlandi. Ofantalin atriði benda til þess að þeir sem settust að á Íslandi á landnámsöld hafi þegar orðið fyrir umtalsverðum áhrifum af kristinni, miðevrópskri menn- ingu og tileinkað sér einhverja þætti hennar, líkt og aðrir norrænir landnemar gerðu á Bretlandseyjum. Sem fyrr segir átti kristnitakan sér stað á tímum þjóð- flutninga og landvinninga, sem einnig fól í sér útbreiðslu ólíkra trúarskoðana og siðvenja. Slíkt hlýtur að hafa haft í för með sér hugmyndafræðilega blönd- un, hagræðingu og um leið einhverskonar afbökun nýrra og gamalla siða sem aðlagaðir voru að aðstæðum á hverjum stað og tíma. 16 Kristján Eldjárn 2000. 17 Greene, K. 1986.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.