Goðasteinn - 01.09.2010, Page 111
109
Goðasteinn 2010
inlegt með því sem þreifst á Íslandi en í hugsanlegum upprunalöndum þeirra í
Skandinavíu.
Einnig eru minjar um heiðinn norrænan átrúnað afskaplega fáar hérlendis,
sé tekið mið af því að einungis ríflega 320 kuml hafa fundist16 þótt talið sé að
á milli 30 og 40 þúsund manns hafi sest að hér áður en kristni var lögtekin.
Þó svo að kerfisbundin leit að kumlum hafi enn ekki farið fram á Íslandi er
ólíklegt að ófundin kuml skipti tugum þúsunda. Líklegra má telja að stór hópur
landnema hafi þegar við landnámið tileinkað sér kristnar venjur eða jafnvel
horfið í miklum mæli frá iðkun hins heiðna, þrátt fyrir að kristnin hafi ekki
verið lögleidd sem ríkistrú fyrr en síðar. Í það minnsta má gagnrýna þær alhæf-
ingar sem lagðar hafa verið fram um einsleitan hóp heiðinna manna sem settust
hér að á íslenskri víkingaöld.
Í þessu samhengi er einnig rétt að minnast á fjórar rómverskar myntir sem
fundist hafa á austur og suðurhluta landsins en þær voru slegnar á 3. öld eft-
ir Krist. Myntirnar hafa hingað til verið álitnar algjör ráðgáta, vegna þess að
Ísland var jú ekki numið fyrr en um 500 árum eftir að þær voru slegnar. Þar
að auki hafa rómverskar myntir sjaldan eða aldrei fundist í fornleifafræðilegu
samhengi á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar hafa slíkar myntir, nokkrar
stakar og einn sjóður, fundist á norðanverðum Bretlandseyjum og Írlandi þar
sem norrænir víkingar höfðu viðkomu. Á Írlandi hafa þessar myntir verið túlk-
aðar sem tákn um snemmbúin samskipti á milli íbúa Rómaveldis og Bretlands-
eyja.17
Í stað þess að líta á fund myntanna hérlendis sem ráðgátu, má alveg eins
túlka þá sem merki um sambærileg samskipti á milli víkinga og íbúa Írlands.
Sjóðir og myntir gátu varðveist svo öldum skipti innan fjölskyldna eða eþnískra
hópa og þannig orðið að erfðagóssi. Þess konar verðmæti gátu því auðveldlega
hafa borist hingað til lands með þeim sem settust hér að eftir viðkomu á Bret-
landseyjum eða Írlandi.
Ofantalin atriði benda til þess að þeir sem settust að á Íslandi á landnámsöld
hafi þegar orðið fyrir umtalsverðum áhrifum af kristinni, miðevrópskri menn-
ingu og tileinkað sér einhverja þætti hennar, líkt og aðrir norrænir landnemar
gerðu á Bretlandseyjum. Sem fyrr segir átti kristnitakan sér stað á tímum þjóð-
flutninga og landvinninga, sem einnig fól í sér útbreiðslu ólíkra trúarskoðana
og siðvenja. Slíkt hlýtur að hafa haft í för með sér hugmyndafræðilega blönd-
un, hagræðingu og um leið einhverskonar afbökun nýrra og gamalla siða sem
aðlagaðir voru að aðstæðum á hverjum stað og tíma.
16 Kristján Eldjárn 2000.
17 Greene, K. 1986.