Goðasteinn - 01.09.2010, Page 137

Goðasteinn - 01.09.2010, Page 137
135 Goðasteinn 2010 ég var heldur tregur í taumi og fór ekki nema á þrjá bæi og svo á kirkjustaðina, Odda, Keldur og Stórólfshvol og hitti þar fólk og safnaðaroddvitana. Í Odda var bóndi, sem sr. Erlendur hafði leigt staðinn um tíma, eftir að hann hætti búskap. Hann fékk mér kirkjulykla tvo á hring, að mig minnir, og gerði ég mér úr þeim spásögn á leiðinni út í kirkjuna. Ég hugsaði með mér, að hitti ég á réttan lykil til að ljúka upp kirkjudyrum, þá tæki ég það sem merki um að ég hlyti kosningu í prestakallinu. Ég hitti á réttan lykil! Íbúðarhúsið í Odda var fallegt og staðarlegt tvílyft járnvarið timburhús, reist árið 1890. Það gerði sr. Skúli Skúlason, sem sat staðinn í 31 ár og hafði tekið við af sr. Matthíasi Jochumssyni. Sr. Erlendur hafði látið setja kvist á húsið, sem prýddi það mjög og í tíð hans, árið 1924, var reist og vígð ný kirkja eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Kirkjan er sr. Matthías lét reisa var rifin, en mikið af timbri úr henni notað í nýju kirkjuna. Kirkjan var svo endurbætt og kórinn stækkaður árið 1953, og hún öll máluð að utan sem innan listavel svo að hún er með fegurstu sveitakirkjum innan sig. Svo fór, að ég hlaut ágæta kosningu í Oddaprestakalli. Biskupinn benti mér svo á, að ég þyrfti að fá leyfi til prestvígslu, lögum samkvæmt, þar eð ég hefði ekki náð 25 ára aldri. Mér varð hverft við, því að ég var 23 ára og þekkti ekki þetta lagaákvæði. Fordæmi voru fyrir undanþágum og forseti Íslands veitti þessa undanþágu. Ég var því vígður í Akureyrarkirkju 3. sunnudag eftir trinitatis, sem var 7. júlí. Það gerði sr. Friðrik Rafnar, vígslubiskup. Hinn 27. júlí kvæntist ég unnustu minni, Guðrúnu Sigríði Hafliðadóttur frá Hergilsey. Í Odda störfuðum við í 18 ár og þau voru bestu ár ævi okkar. Á Oddastað er mjög fagurt útsýni. Á sólríkum sumardögum er það dýrðlegt. Fjallahringurinn tignarlegur og afar fagur og Vestmannaeyjar risu upp í tíbránni. Traðir lágu frá túnhliði og heim á staðinn og voru mjög langar. Þær voru þó svo illa farnar eftir vörubíla með flutning, sem höfðu þrengt sér um þær og rifið fyllingar úr veggjum traðanna. Ég hafði áhyggjur af þeim mikla kostnaði sem yrði við að hlaða þær upp aftur. Ég lét það eiga sig um nokkur ár, en á vetr- um fylltust þær af snjó og voru oft ófærar. Bílar urðu því að fara yfir tún með flutning. Sá ég þá að þetta gat ekki gengið og lét ryðja þeim niður og gera veg heim að bæ. Þetta þótti ýmsum vera illt verk. Því að traðirnar voru eldfornar og friðlýstar, en ég hafði ekki hugmynd um þessa friðlýsingu og ekkert friðlýs- ingarskjal hafði komist í hendur mínar. Kristján Eldjárn, sem þá var þjóðminja- vörður, kom að máli við mig um þetta, en gerði ekkert veður út af því. Fleira er nú farið forgörðum eftir að við fluttum í burt. Tóftirnar af svoköll- uðum Fornufjósum, sem voru í túnjaðri töluverðan spöl suðvestur frá kirkju og bæ, eru horfnar og hafa verið sléttaðar út, en þarna hafði fjós staðarins sennilega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.