Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 138

Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 138
136 Goðasteinn 2010 verið um aldir, eftir að nautahellir féll yfir naut, sem getið er um í Þorlákssögu biskups, sem talin er rituð á fyrsta áratug 13. aldar og viðbætur við hana áratug síðar eða svo. Fjós gátu hafa staðið þarna fyrir þennan tíma. Í Þorlákssögu segir: ,,Í Odda varð sá atburður að nautahellir féll og dóu þar undir ellefu naut, en uxi einn var lífs, þá er til var komið, sá er mestur var, og hrærði höfuðið lítt það, og lá bjargið á uxanum þriggja álna hátt eða meira, og máttu menn því hvergi brott koma eða hræra. Þá var heitið kerti miklu til Þorláks þakka, ef uxinn kæmist lífs undan bjarginu. Þá var höggvið bjargið mikinn hluta dags. En þá er því var af komið, reis uxinn heill upp og gekk til nauta, en kertið var sent í Skálaholt.„ Í jarteinabók Þorláks biskups 1199 segir að kertið hafi verið fimm álna langt og hafi brunnið ,,of helgum dómi ins sæla Þorláks biskups hans messudag”. Um annan atburð má geta sem varð í Odda árið 1798. Geysilegt óveður gerði með ofsabyl og frosti. Þetta gerðist á þorraþrælinn. Vinnufólk fór í fjós um mjaltir, en lenti í hrakningum og villu, er það hugðist komast heim á staðinn. Þangað komst einn maður með nytina úr kúnum í strokk á bakinu. Vinnumað- ur þessi var mikið karlmenni. Tvær aðrar manneskjur komust að næsta bæ, hjáleigunni Vindási, og hlutu örkuml af kali og kona ein varð úti. Á þessum tíma var prestur í Odda, Gísli Þórarinsson, sonur Þórarins sýslumanns á Grund í Eyjafirði. Kona hans hét Jórunn Sigurðardóttir. Þessi hjón voru afar hold- ug. Gárungar nefndu madömuna ,,Jórunni skippund.“ Þyngd hennar var talin skippund en prófasturinn var lítið eitt þyngri. Á hlaðinu í Odda var bakþúfa sem ætluð var madömunni, og var nefnd Jórunnarþúfa, því að hún komst ekki í söðul öðru vísi og þurfti einnig hjálp. Þessi þúfa er nú horfin. Saga er frá því er sr. Gísli var að spyrja börn. Lagði hann spurningu fyrir börnin, sem gæti hafa verið í kverinu, sem þau áttu að læra. Hún var þessi: ,,Hvert er hið mesta mótlæti Guðsbarna hér í heimi?“ Fátt varð um svör, þar til frakkur strákur af Bakkabæjum svaraði: ,,Það er að hafa ístru“. Er þá sagt að prófasturinn hafi viljað að strákur gerði grein fyrir svarinu. Hann er sagður hafa svarað svo: ,,Það tel ég vera hið mesta mótlæti Guðsbarna, að bera það á líkamanum, sem honum er til vansa, sem ekki rotnar í gröfinni og ekki rís upp til dómsins“. Í Odda hófum við búskap með þrjár kýr og þrettán ær. Þetta voru kúgildi sem fylgdu staðnum. Auk þess keypti ég tvo dráttarhesta. Bústofninn óx með árum. Bóndi var ég ekki mikill, enda alinn upp í kaupstað, en hafði verið í sveit í tvö sumur fyrir fermingu og lærði þar að mjólka með höndunum. Faðir minn hafði áður kennt mér að fara með orf, ljá og hrífu. Með þessa kunnáttu var búskap-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.