Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 161
159
Goðasteinn 2010
anum frá 1553. Þar gæti líka verið fundið Goðalandið, sem vottorðin áttu við,
sem sr. Erasmus lagði fram fyrir dóminn að Kirkjulæk, þegar hann var að ná
undir kirkjuna afréttarlandi bændanna undir Eyjafjöllum.
Á vitnastefnunni að Holti 15. júní 1720, voru bændur spurðir um hvar Goða-
landsafréttur liggi og hvort þeir viti um nokkurn annan afrétt með því nafni.
Svör bændanna við þessum spurningum er ekki að finna í þeim hluta bókunar-
innar sem tiltækur var við ritun þessarar greinar, enda var hann fenginn úr
skjölum Breiðabólstaðarkirkju og þá ekki víst að allir forráðamenn hennar hafi
kært sig um að varðveita þann hluta bókunarinnar, sem gæti hafa verið þeirra
málstað óhagstæðari.
Eftir að greint hefir verið frá nöfnum og aldri þeirra manna, sem vitnisburðir
eru hafðir eftir í Kirkjulækjardómnum frá 1578 um Goðaland, segir svo: „hverir
menn undir sín innsigli og svarinn eið ekki annað sannara vita en þessi Goða-
landsafréttur væri og hefði verið haldinn vafalaus kirkjunnar eign á Breiðaból-
stað.“ Þetta orðalag „þessi Goðalandsafréttur“ bendir til þess, að til hafi verið
fleiri en einn Goðalandsafréttur. Spurningin til bændanna á vitnastefnunni í
Holti, um hvort þeir viti um einhvern annan afrétt með því nafni, bendir til þess
sama.
Staðhæfingunni í dómnum, um að Goðaland „hafi verið haldin vafalaus
kirkjunnar eign á Breiðabólstað“ ber alls ekki saman við eignaskrárnar í, mál-
dögum hennar, þar sem hvergi er minnst á Goðaland fyrir þann tíma, sem dóm-
arnir voru dæmdir. Sama má segja um Lögréttudóminn, um að konungsjarð-
irnar skuli halda ítökum sínum í Goðalandi. En líklegt er, að hinar jarðirnar hafi
átt samskonar hluti og konungsjarðirnar, þó að þessir hlutdrægu dómar kæmust
upp með að viðurkenna það ekki.
Tortryggilegt er að tveir þeirra þriggja manna, sem vitnisburðirnir eru hafð-
ir eftir eru látnir þegar dómurinn fer fram.
Ekki verður betur séð en að vitnisburðirnir sem sr. Erasmus lagði fram geti
ekki átt við um Goðaland syðra, aftur á móti gætu þeir átt við um eign Breiða-
bólstaðarkirkju í Goðalandi innra, sem nú heitir Emstrur, og hinir látnu menn,
sem staðfestu þá, eða eru taldir hafa staðfest þá, hafi verið að vitna um annan
afrétt en haldið er fram í dómunum. Það er sérstök ástæða til að ætla að svo hafi
verið, þar sem Lögréttudómurinn kollvarpar staðhæfingunni um að Goðaland
syðra, hafi verið haldin vafalaus eign kirkjunnar, enda hafði henni aldrei fyrir
1578 verið talið það til eigna, í eignaskrám þeim sem verðveittar eru í máldög-
unum.
Forráðamenn kirkna á Íslandi á fyrri öldum, gættu eigna og ítaka þeirra betur