Goðasteinn - 01.09.2010, Side 195
193
Goðasteinn 2010
reikninga fyrir Mjólkubúið, heldur teiknaði hann flestar umbúðir mjólkurvara
fyrirtækisins um áratuga skeið.
Jóndi var sóknarnefndarformaður, hringjari og meðhjálpari við Breiðaból-
staðarkirkju um hálfrar aldar skeið. Þau störf sem hann innti af hendi fyrir
kirkju og sókn verða seint full þökkuð.
Jón var fremur hávaxinn maður, lítið eitt lotinn á efri árum, svipurinn mild-
ur og vingjarnlegur og stutt var í glettnislegt brosið; hann var viðræðugóður og
áhugasamur um viðhorf annarra, hann þekkti fjölda fólks á förnum vegi, heils-
aði kumpánlega nýju fólki eða grönnum, hann var áræðinn í listinni og opinn
fyrir nýjungum þótt íhaldssamur væri. Það var háttur hans að leggja sig allan
í það sem hann tók sér fyrir hendur hverju sinni, hálfvelgja var honum fjarri;
hlutirnir urðu að ganga hratt, greiðlega og hnökralaust fyrir sig. Hann naut hins
smáa og hversdagslega, einnig úti í náttúrunni. Þar skynjaði hann af næmleika
listamannsins máttugan samhljóm lita, forms og tóna í náttúrunnar ríki.
Jón lést 1. apríl 2009 og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðarkirkju 11.
apríl 2009.
Sr. Önundur Björnsson
Jón Sigurðsson frá Leirum.
Hann fæddist 16. júlí 1933 foreldrum sínum í gamla
bænum á Leirum, Sigurði Jónssyni frá Ásólfsskála og
Guðrúnu Maríu Ólafsdóttur frá Leirum. Hann var elst-
ur fjögurra systkina, en systur hans voru: Málfríður
Erna, sem andaðist 2007 og Margrét Sesselja og Þor-
björg Fjóla. Foreldrar hans fluttu 1938 að næsta bæ
Nýlendu og bjuggu þar til 1957, en þá fluttu þau aftur
að Leirum.
Jón tókst á við námið heima, í skóla og á heim-
ilinu hjá foreldrum sínum og fór síðan ungur að sækja
vinnu útífrá, til Vestmannaeyja á vertíðir og vegavinnu, en reyndi jafnframt að
koma heim til hjálpar við heyskap og þegar á reyndi við hin ýmsu störf.
Hann stefndi á að verða bóndi á Leirum og þegar Eggert heitinn á Þorvalds-
eyri kom óbeðinn til hans og bauðst til að lána honum fyrir útborgun á jörðinni,
keypti hann jörðina af móðurbróður sínum 1957 og stækkaði búið þar með
foreldrum sínum. Þessari heimsókn Eggerts gleymdi Jón aldrei. Vorið 1964 dó
faðir hans og um haustið fuku öll útihús af jörðinni í aftakaveðri, þannig að árið